Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 09:06 Duterte forseti er þekktur fyrir ofsafengna orðræðu og viðbrögð. Vísir/EPA Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar pólitískum andstæðingum sínum því að hneppa þá í fangelsi reyni þeir að kæra hann fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur legið undir gagnrýni fyrir linkind við kínversk stjórnvöld eftir að kínverskt skipt sökkti filippseysku fiskiskipi fyrr í þessum mánuði. Fyrrverandi utanríkisráðherra landsins og hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem telja að Duterte hafi brotið á stjórnarskrá landsins með því að afsaka kínversk stjórnvöld og leyfa kínverskum skipum að veiða innan efnahagslögsögu Filippseyja. Duterte brást ókvæða við gagnrýninni. „Ég? Ákærður fyrir embættisbrot? Ég fangelsa þá alla. Reynið það og ég geri það. Tíkarsonur,“ sagði forsetinn sem er þekktur fyrir fúkyrðaflaum og ofsa. Manaði hann pólitíska andstæðinga sína jafnframt til að kæra sig fyrir embættisbrot. „Viljið þið virkilega neyða mig til þess? Allt í lagi. Gerið það, tíkarsynirnir ykkar. Já. Leggið hana fram,“ segir forsetinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Duterte hefur verið sökuð um ofsóknir á pólitískum andstæðingum og árásir á tjáningarfrelsi á Filippseyjum. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánudaginn að fólk sem tjáir sig á Filippseyjum sé í raunverulegri hættu á að vera beitt ofbeldi sem opinberir embættismenn hóta því. Asísk þingmannanefnd um mannréttindamál gagnrýndi Duterte-stjórnina einnig í skýrslu í vikunni fyrir hótanir, ofsafengna orðræðu og tilbúnar ákærur á hendur pólitískum andstæðingum. Þær væru vísvitandi tilraun til að þagga niður í gagnrýnendum og draga úr eftirliti með stjórnvöldum. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar pólitískum andstæðingum sínum því að hneppa þá í fangelsi reyni þeir að kæra hann fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur legið undir gagnrýni fyrir linkind við kínversk stjórnvöld eftir að kínverskt skipt sökkti filippseysku fiskiskipi fyrr í þessum mánuði. Fyrrverandi utanríkisráðherra landsins og hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem telja að Duterte hafi brotið á stjórnarskrá landsins með því að afsaka kínversk stjórnvöld og leyfa kínverskum skipum að veiða innan efnahagslögsögu Filippseyja. Duterte brást ókvæða við gagnrýninni. „Ég? Ákærður fyrir embættisbrot? Ég fangelsa þá alla. Reynið það og ég geri það. Tíkarsonur,“ sagði forsetinn sem er þekktur fyrir fúkyrðaflaum og ofsa. Manaði hann pólitíska andstæðinga sína jafnframt til að kæra sig fyrir embættisbrot. „Viljið þið virkilega neyða mig til þess? Allt í lagi. Gerið það, tíkarsynirnir ykkar. Já. Leggið hana fram,“ segir forsetinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Duterte hefur verið sökuð um ofsóknir á pólitískum andstæðingum og árásir á tjáningarfrelsi á Filippseyjum. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánudaginn að fólk sem tjáir sig á Filippseyjum sé í raunverulegri hættu á að vera beitt ofbeldi sem opinberir embættismenn hóta því. Asísk þingmannanefnd um mannréttindamál gagnrýndi Duterte-stjórnina einnig í skýrslu í vikunni fyrir hótanir, ofsafengna orðræðu og tilbúnar ákærur á hendur pólitískum andstæðingum. Þær væru vísvitandi tilraun til að þagga niður í gagnrýnendum og draga úr eftirliti með stjórnvöldum.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22