Í dag þegar dregið verður í Vín, höfuðborg Austurríkis, kemur í ljós í hvaða riðli Strákarnir okkar, íslenska karlalandsliðið í handbolta, verða á Evrópumótinu 2020. Mótið hefst þann 9. janúar næstkomandi og fer fram í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Er þetta ellefta lokakeppni Evrópumótsins í röð þar sem Ísland er meðal þátttakenda.
Þetta verður annað stórmót íslenska liðsins eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson tók við því á nýjan leik fyrir ári eftir að Ísland lenti í ellefta sæti á Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum.
Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Austurríki, Svartfjallalandi, Portúgal, Sviss og Lettlandi. Ísland er einum styrkleikaflokki fyrir neðan Norður-Makedóníu sem vann undanriðil Íslands og er í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður á eftir. Tvö lið komast áfram í milliriðlana og alls fjögur lið fara áfram úr milliriðlunum í úrslitahelgina sem fer fram í Stokkhólmi undir lok janúar.
Ljóst er að Ísland fer ekki í B-riðil þar sem heimamenn í Austurríki verða og eru því miklar líkur á því að Ísland leiki í Noregi eða Svíþjóð nema liðið fari með Króatíu í A-riðil sem fer fram í Graz.
Þá er þetta síðasta tækifæri Íslands til að öðlast þátttökurétt á Sumarólympíuleikunum 2020. Komi Ísland heim með gullið frá EM tryggja strákarnir sér sæti á Ólympíuleikunum en önnur leið er að Ísland tryggi sér þátttökurétt í umspilsleikjum í mars næstkomandi með því að enda meðal efstu þjóða á Evrópumótinu.
Strákarnir okkar fá að vita um verðandi andstæðinga á EM í dag
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn



Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti
