Þrjár af leikjahæstu landsliðskonum sögunnar eiga allar afmæli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 15:45 Glódís Perla Viggósdóttir heldur upp á 24 ára afmælisdaginn sinn í dag. vísir/vilhelm 27. júní er góður dagur fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. Þrjár reyndar íslenskar landsliðskonur, núverandi og fyrrverandi, fæddust á þessum degi. Glódís Perla Viggósdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Katrín Ómarsdóttir halda nefnilega allar upp á afmælið sitt í dag. Allar eru þær í hópi tuttugu leikjahæsti landsliðskvenna sögunnar. Glódís Perla Viggósdóttir er enn í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu, Harpa Þorsteinsdóttir er sjöunda markahæsta landsliðskona sögunnar og Katrín Ómarsdóttir spilaði 69 leiki með íslenska landsliðinu á árum áður. Glódís Perla hefur spilað 77 A-landsleiki fyrir 24 ára afmælið sitt og er komin í hóp leikjahæstu landsliðskvenna sögunnar. Hún spilar nú FC Rosengård með í Svíþjóð eins og hún hefur gert undanfarin ár. Harpa Þorsteinsdóttir missir af öllu tímabilinu vegna meiðsla sem hún varð fyrir í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Hún hefur skorað 19 mörk í 67 landsleikjum. Katrín Ómarsdóttir er að spila með KR í Pepsi Max deild kvenna og var bæði með mark og stoðsendingu um síðustu helgi þegar KR-liðið tók stig af Þór/KA fyrir norðan. Katrín varð á sínum tíma tvöfaldur Englandsmeistari með Liverpool. Katrín skoraði 10 mörk í sínum 69 landsleikjum. Knattspyrnusamband Íslands óskaði þeim öllum til hamingju með daginn á Twitter síðu sinni í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.Harpa Þorsteinsdóttir er eitt af þremur afmælisbörnum dagsins, en hún fagnar 33 ára afmæli sínu í dag! Harpa Þorsteinsdóttir celebrates her 33rd birthday today!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/ApL3QScEho — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019Afmælsibarn dagsins númer 2. Glódís Perla Viggósdóttir er 24 ára í dag! Eigðu frábæran dag! Glódís Perla Viggósdóttir celebrates her 24th birthday today!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/FwFL8acoVf — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019Og að lokum er það Katrín Ómarsdóttir sem fagnar afmæli í dag, en hún er 32 ára. Til hamingju Katrín! Katrín Ómarsdóttir celebrates here 32nd birthday today. She has 69 caps and has scored in them 10 goals.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/cORQImFPtp — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019 Íslenski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
27. júní er góður dagur fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. Þrjár reyndar íslenskar landsliðskonur, núverandi og fyrrverandi, fæddust á þessum degi. Glódís Perla Viggósdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Katrín Ómarsdóttir halda nefnilega allar upp á afmælið sitt í dag. Allar eru þær í hópi tuttugu leikjahæsti landsliðskvenna sögunnar. Glódís Perla Viggósdóttir er enn í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu, Harpa Þorsteinsdóttir er sjöunda markahæsta landsliðskona sögunnar og Katrín Ómarsdóttir spilaði 69 leiki með íslenska landsliðinu á árum áður. Glódís Perla hefur spilað 77 A-landsleiki fyrir 24 ára afmælið sitt og er komin í hóp leikjahæstu landsliðskvenna sögunnar. Hún spilar nú FC Rosengård með í Svíþjóð eins og hún hefur gert undanfarin ár. Harpa Þorsteinsdóttir missir af öllu tímabilinu vegna meiðsla sem hún varð fyrir í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Hún hefur skorað 19 mörk í 67 landsleikjum. Katrín Ómarsdóttir er að spila með KR í Pepsi Max deild kvenna og var bæði með mark og stoðsendingu um síðustu helgi þegar KR-liðið tók stig af Þór/KA fyrir norðan. Katrín varð á sínum tíma tvöfaldur Englandsmeistari með Liverpool. Katrín skoraði 10 mörk í sínum 69 landsleikjum. Knattspyrnusamband Íslands óskaði þeim öllum til hamingju með daginn á Twitter síðu sinni í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.Harpa Þorsteinsdóttir er eitt af þremur afmælisbörnum dagsins, en hún fagnar 33 ára afmæli sínu í dag! Harpa Þorsteinsdóttir celebrates her 33rd birthday today!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/ApL3QScEho — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019Afmælsibarn dagsins númer 2. Glódís Perla Viggósdóttir er 24 ára í dag! Eigðu frábæran dag! Glódís Perla Viggósdóttir celebrates her 24th birthday today!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/FwFL8acoVf — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019Og að lokum er það Katrín Ómarsdóttir sem fagnar afmæli í dag, en hún er 32 ára. Til hamingju Katrín! Katrín Ómarsdóttir celebrates here 32nd birthday today. She has 69 caps and has scored in them 10 goals.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/cORQImFPtp — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019
Íslenski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira