Metanið á Mars hvarf eins fljótt og það birtist Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 14:21 Curiosity hefur rannsakað Mars frá árinu 2012. Í síðustu viku mældi jeppinn óvenjumikið metan í loftinu. Vísir/EPA Styrkur metans í lofthjúpi Mars nærri könnunarjeppanum Curiosity mældist í hefðbundnu horfi í rannsóknum sem jeppinn gerði um helgina. Curiosity hafði greint óvenjuháan styrk metans í síðustu viku og vakti það upp gamla draumóra um að líf gæti verið að finna undir yfirborði nágrannareikistjörnunnar. Stjórnendur Curiosity ruddu öllum öðrum verkefnum til hliðar um helgina til að fylgja eftir athugunum frá því í síðustu viku. Að sögn New York Times urðu þeir þó fyrir vonbrigðum því metanið virðist hafa horfið. Mælingin í síðustu viku sýndi styrk upp á 21 hluta af milljarði en nú var hann kominn aftur niður í innan við einn hluta af milljarði eins og vera ber á Mars. Á jörðinni mynda örverur og ýmsar dýrategundir metan. Það getur einnig orðið til við jarðhitaferla. Mælingin í síðustu viku vakti furðu og spennu því að metan er aðeins til í snefilmagni á Mars þar sem sólarljós og efnahvörf við aðstæðurnar sem þar ríkja eyða sameindunum á nokkrum öldum. Metanið sem Curiosity greindi hefði því þurft að vera tiltölulega nýlegt. „Metanleyndardómurinn heldur áfram,“ segir Ashwin R. Vasavada, leiðangursvísindamaður Curiosity, sem heitir því að teymi hans muni reyna sitt besta til að komast til botns í hvaða metanið kemur. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Styrkur metans í lofthjúpi Mars nærri könnunarjeppanum Curiosity mældist í hefðbundnu horfi í rannsóknum sem jeppinn gerði um helgina. Curiosity hafði greint óvenjuháan styrk metans í síðustu viku og vakti það upp gamla draumóra um að líf gæti verið að finna undir yfirborði nágrannareikistjörnunnar. Stjórnendur Curiosity ruddu öllum öðrum verkefnum til hliðar um helgina til að fylgja eftir athugunum frá því í síðustu viku. Að sögn New York Times urðu þeir þó fyrir vonbrigðum því metanið virðist hafa horfið. Mælingin í síðustu viku sýndi styrk upp á 21 hluta af milljarði en nú var hann kominn aftur niður í innan við einn hluta af milljarði eins og vera ber á Mars. Á jörðinni mynda örverur og ýmsar dýrategundir metan. Það getur einnig orðið til við jarðhitaferla. Mælingin í síðustu viku vakti furðu og spennu því að metan er aðeins til í snefilmagni á Mars þar sem sólarljós og efnahvörf við aðstæðurnar sem þar ríkja eyða sameindunum á nokkrum öldum. Metanið sem Curiosity greindi hefði því þurft að vera tiltölulega nýlegt. „Metanleyndardómurinn heldur áfram,“ segir Ashwin R. Vasavada, leiðangursvísindamaður Curiosity, sem heitir því að teymi hans muni reyna sitt besta til að komast til botns í hvaða metanið kemur.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40