Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2019 12:40 Húsið stendur á horni Hringbrautar og Hofsvallagötu. Þar hefur verið mikil útleiga til ferðamanna undanfarin ár. Já.is Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar verður íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Kaupverðið er 230 milljónir króna. Hringbraut 79 samanstendur af tveimur íbúðum ásamt tvöföldum bílskúr. Íbúðirnar skiptast í 7 íbúðaeiningar, sem allar eru með sér eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Með húsinu fylgir húsbúnaður. Húsið hefur verið tekið rækilega í gegn undanfarin ár og var garðurinn meðal annars grafinn niður við framkvæmdir á kjallaranum. Kaupin eru liður í samþykki borgarráðs í janúar 2019 um forgangsröðun á uppbyggingu og eða kaupum á húsnæði fyrir íbúðakjarna fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. „Hlutverk kjarnans er að veita þeim aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf innan og utan heimils með því að mæta þörfum þeirra á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt með áherslu á sjálfstætt líf og valdeflandi stuðning,“ segir í tilkynningunni. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og verður framleigt til velferðasviðs Reykjavíkurborgar. Á næstu dögum verður auglýst eftir forstöðumanni og í kjölfar þess eftir öðru starfsfólki en í kjarnanum verður sólarhringsþjónustu. Áætlað er að starfsemi hefjist í húsinu síðla næsta haust. Húsið var í eigu rekstarfélagsins Kjarna sem er í eigu hjónanna Elínar Árnadóttur og Magnúsar Arnar Friðjónssonar.Nánar í fundargerð borgarráðs frá 20. júní. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar verður íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Kaupverðið er 230 milljónir króna. Hringbraut 79 samanstendur af tveimur íbúðum ásamt tvöföldum bílskúr. Íbúðirnar skiptast í 7 íbúðaeiningar, sem allar eru með sér eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Með húsinu fylgir húsbúnaður. Húsið hefur verið tekið rækilega í gegn undanfarin ár og var garðurinn meðal annars grafinn niður við framkvæmdir á kjallaranum. Kaupin eru liður í samþykki borgarráðs í janúar 2019 um forgangsröðun á uppbyggingu og eða kaupum á húsnæði fyrir íbúðakjarna fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. „Hlutverk kjarnans er að veita þeim aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf innan og utan heimils með því að mæta þörfum þeirra á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt með áherslu á sjálfstætt líf og valdeflandi stuðning,“ segir í tilkynningunni. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og verður framleigt til velferðasviðs Reykjavíkurborgar. Á næstu dögum verður auglýst eftir forstöðumanni og í kjölfar þess eftir öðru starfsfólki en í kjarnanum verður sólarhringsþjónustu. Áætlað er að starfsemi hefjist í húsinu síðla næsta haust. Húsið var í eigu rekstarfélagsins Kjarna sem er í eigu hjónanna Elínar Árnadóttur og Magnúsar Arnar Friðjónssonar.Nánar í fundargerð borgarráðs frá 20. júní.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira