GAMMA lokar tveimur fjárfestingasjóðum Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 09:00 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. Tveimur fjárfestingasjóðum sem hafa verið í stýringu fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, hefur verið lokað. Þannig var sjóðsfélögum GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: GLOBAL Invest Fund tilkynnt í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, að sjóðunum yrði slitið og að þeim fjármunum sem myndu fást við sölu eigna yrði í kjölfarið ráðstafað til sjóðsfélaga. GAMMA: GLOBAL Invest Fund, sem hefur einkum fjárfest í erlendum hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, var með eignir í stýringu að fjárhæð 6,3 milljónir evra í lok maí, eða sem nemur um 900 milljónum króna. Þá var GAMMA: Total Return Fund, sem hefur aðallega fjárfest í skráðum verðbréfum og í öðrum fagfjárfestasjóðum, með eignir í stýringu upp á um 1,5 milljarða króna en um tíma – á árinu 2017 – voru eignir sjóðsins hins vegar vel yfir fimm milljarðar króna. Í lok síðasta mánaðar var um fimmtungur eigna GAMMA: Total Return Fund, eða sem nemur 300 milljónum króna, í óskráðum hlutabréfum, meðal annars hlutur í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Frá því var greint á mánudag að Fjármálaeftirlitið hefði samþykkt samruna fjögurra sjóða GAMMA við fjóra sjóði í stýringu Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka. Þar er um að ræða Júpíter – innlend skuldabréf og GAMMA: Credit Fund; Ríkisskuldabréfasjóð og GAMMA: Iceland Government Bond Fund; Lausafjársjóð og GAMMA: Liquid Fund; og einnig Innlend hlutabréf og GAMMA: Equity Fund. Sameining sjóðanna kemur til vegna kaupa Kviku á öllu hlutafé GAMMA í mars síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Tengdar fréttir Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45 GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Tveimur fjárfestingasjóðum sem hafa verið í stýringu fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, hefur verið lokað. Þannig var sjóðsfélögum GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: GLOBAL Invest Fund tilkynnt í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, að sjóðunum yrði slitið og að þeim fjármunum sem myndu fást við sölu eigna yrði í kjölfarið ráðstafað til sjóðsfélaga. GAMMA: GLOBAL Invest Fund, sem hefur einkum fjárfest í erlendum hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, var með eignir í stýringu að fjárhæð 6,3 milljónir evra í lok maí, eða sem nemur um 900 milljónum króna. Þá var GAMMA: Total Return Fund, sem hefur aðallega fjárfest í skráðum verðbréfum og í öðrum fagfjárfestasjóðum, með eignir í stýringu upp á um 1,5 milljarða króna en um tíma – á árinu 2017 – voru eignir sjóðsins hins vegar vel yfir fimm milljarðar króna. Í lok síðasta mánaðar var um fimmtungur eigna GAMMA: Total Return Fund, eða sem nemur 300 milljónum króna, í óskráðum hlutabréfum, meðal annars hlutur í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Frá því var greint á mánudag að Fjármálaeftirlitið hefði samþykkt samruna fjögurra sjóða GAMMA við fjóra sjóði í stýringu Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka. Þar er um að ræða Júpíter – innlend skuldabréf og GAMMA: Credit Fund; Ríkisskuldabréfasjóð og GAMMA: Iceland Government Bond Fund; Lausafjársjóð og GAMMA: Liquid Fund; og einnig Innlend hlutabréf og GAMMA: Equity Fund. Sameining sjóðanna kemur til vegna kaupa Kviku á öllu hlutafé GAMMA í mars síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Tengdar fréttir Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45 GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45
GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15