Furðuveröld sendiherrans Stefán Pálsson skrifar 26. júní 2019 08:00 Sendiherra Marokkó á Íslandi var í viðtali í Fréttablaðinu sem birtist þann 20. apríl síðastliðinn. Tilefnið var óánægja Marokkóstjórnar með að forsætisráðherra Íslands og raunar einnig fyrsti varaforseti Alþingis hefðu fundað með Brahim Ghali, leiðtoga Polisario-hreyfingarinnar. Gahli er jafnframt forseti Sahrawi lýðveldisins, sem gerir tilkall til yfirráða í Vestur-Sahara sem hefur að mestu verið hernumið af Marokkó í fjóra áratugi. Fundir þessir eru í fullu samræmi við nokkurra ára gamla samþykkt Alþingis um að íslensk stjórnvöld skuli vinna að friðsamlegri lausn deilunnar um Vestur-Sahara og að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna skuli virtur. Engu að síður telur sendiherrann sæmandi að halda því fram að forsætisráðherra hafi látið blekkja sig með því að fallast á fundinn. Viðtalið við sendiherrann er raunar allt með miklum ólíkindablæ. Þannig skautar hún fram hjá þeirri staðreynd að engar alþjóðastofnanir viðurkenna hernám Marokkóstjórnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa margoft lýst því yfir að ákvarða skuli framtíðarstöðu landsins með þjóðaratkvæðagreiðslu, en andstaða Marokkómanna hefur komið í veg fyrir að af því geti orðið. Vanvirðing Marokkó í garð alþjóðasamfélagsins var svo fullkomnuð fyrir fáeinum misserum þegar stjórnin í Rabat neitaði sjálfum aðalritara Sameinuðu þjóðanna að ferðast til Vestur-Sahara! Fráleitasta fullyrðing viðtalsins var þó á þessa leið: „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra.“ Veruleikafirring þessara orða er slík að helst minnir á fréttatilkynningar frá einræðisríkjum þar sem valdhafar eru sagðir hafa fengið 99,9% atkvæða í kosningum. Eru Sameinuðu þjóðirnar búnar að vera með fjölmennt friðargæslulið í Vestur-Sahara um áratugaskeið út af nokkur hundruð óeirðaseggjum? Er Marokkóstjórn með tugþúsundir hermanna í landinu til að halda niðri nokkur hundruð manns sem reyna að vekja athygli á sér? Er það ástæðan fyrir að lengsti aðskilnaðarmúr á Jörðinni klýfur landið í tvennt og er umlukinn einhverju stærsta jarðsprengjubelti í heimi? Nokkur hundruð manns nær reyndar vel yfir þann fjölda sem Marokkóstjórn hefur látið hverfa á liðnum árum eða dæmt til grimmilegra refsinga, allt að ævilöngu fangelsi, fyrir að taka þátt í friðsömum mótmælagöngum eða setuverkföllum. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur fordæmt framgöngu Marokkómanna í landinu. Nú er það skiljanlegt að diplómatar líti á það sem hlutverk sitt að halda málstað vinnuveitenda sinna á lofti, en er ekki lágmarkskrafa að þeir reyni í það minnsta að ljúga líklega? Málflutningur af þessu tagi er þó ekki óvæntur úr ranni Marokkóstjórnar. Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í viðleitni hennar til að réttlæta ólögmætt hernám. Og þegar lygunum sleppir er næsta skrefið að rífast, skammast og hreyta ónotum í þá ráðamenn sem ekki láta kúga sig til hlýðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Pálsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Sendiherra Marokkó á Íslandi var í viðtali í Fréttablaðinu sem birtist þann 20. apríl síðastliðinn. Tilefnið var óánægja Marokkóstjórnar með að forsætisráðherra Íslands og raunar einnig fyrsti varaforseti Alþingis hefðu fundað með Brahim Ghali, leiðtoga Polisario-hreyfingarinnar. Gahli er jafnframt forseti Sahrawi lýðveldisins, sem gerir tilkall til yfirráða í Vestur-Sahara sem hefur að mestu verið hernumið af Marokkó í fjóra áratugi. Fundir þessir eru í fullu samræmi við nokkurra ára gamla samþykkt Alþingis um að íslensk stjórnvöld skuli vinna að friðsamlegri lausn deilunnar um Vestur-Sahara og að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna skuli virtur. Engu að síður telur sendiherrann sæmandi að halda því fram að forsætisráðherra hafi látið blekkja sig með því að fallast á fundinn. Viðtalið við sendiherrann er raunar allt með miklum ólíkindablæ. Þannig skautar hún fram hjá þeirri staðreynd að engar alþjóðastofnanir viðurkenna hernám Marokkóstjórnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa margoft lýst því yfir að ákvarða skuli framtíðarstöðu landsins með þjóðaratkvæðagreiðslu, en andstaða Marokkómanna hefur komið í veg fyrir að af því geti orðið. Vanvirðing Marokkó í garð alþjóðasamfélagsins var svo fullkomnuð fyrir fáeinum misserum þegar stjórnin í Rabat neitaði sjálfum aðalritara Sameinuðu þjóðanna að ferðast til Vestur-Sahara! Fráleitasta fullyrðing viðtalsins var þó á þessa leið: „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra.“ Veruleikafirring þessara orða er slík að helst minnir á fréttatilkynningar frá einræðisríkjum þar sem valdhafar eru sagðir hafa fengið 99,9% atkvæða í kosningum. Eru Sameinuðu þjóðirnar búnar að vera með fjölmennt friðargæslulið í Vestur-Sahara um áratugaskeið út af nokkur hundruð óeirðaseggjum? Er Marokkóstjórn með tugþúsundir hermanna í landinu til að halda niðri nokkur hundruð manns sem reyna að vekja athygli á sér? Er það ástæðan fyrir að lengsti aðskilnaðarmúr á Jörðinni klýfur landið í tvennt og er umlukinn einhverju stærsta jarðsprengjubelti í heimi? Nokkur hundruð manns nær reyndar vel yfir þann fjölda sem Marokkóstjórn hefur látið hverfa á liðnum árum eða dæmt til grimmilegra refsinga, allt að ævilöngu fangelsi, fyrir að taka þátt í friðsömum mótmælagöngum eða setuverkföllum. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur fordæmt framgöngu Marokkómanna í landinu. Nú er það skiljanlegt að diplómatar líti á það sem hlutverk sitt að halda málstað vinnuveitenda sinna á lofti, en er ekki lágmarkskrafa að þeir reyni í það minnsta að ljúga líklega? Málflutningur af þessu tagi er þó ekki óvæntur úr ranni Marokkóstjórnar. Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í viðleitni hennar til að réttlæta ólögmætt hernám. Og þegar lygunum sleppir er næsta skrefið að rífast, skammast og hreyta ónotum í þá ráðamenn sem ekki láta kúga sig til hlýðni.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun