Námskeið í Mongólíu um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga Heimsljós kynnir 25. júní 2019 11:45 Þátttakendur á námskeiðinu. Landgræðsluskólinn Fyrir skömmu lauk í Mongólíu sjö daga námskeiði á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga. Markmið námskeiðsins var að þjálfa heimamenn í miðlun og nýtingu þekkingar á vöktun beitilanda með það fyrir augum að styrkja skilvirka stefnumótun um sjálfbæra landnýtingu. Þetta er í annað sinn sem Landgræðsluskólinn efnir til slíks námskeiðs í Mongólíu en í þetta sinn var það var haldið í grennd við höfuðborgina Ulaanbaatar. Meirihluti þeirra 25 þátttakenda sem sóttu námskeiðið voru umhverfis- og landbúnaðarsérfræðingar frá héraðsstjórnum í Mongólíu en einnig sóttu námskeiðið sérfræðingar frá ríkisstofnunum og háskólum. Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, vettvangsferð og verkefnavinnu í vinnuhópum. Allir þættir námskeiðsins miðuðu að því að auka hæfni þátttakenda til að greina á milli áhrifa landnýtingar og loftslagsbreytinga á vistkerfi, greina á milli vandaðra og óvandaðra gagna og upplýsinga, og nýta vönduð gögn og upplýsingar í stefnumótun er varða nýtingu vistkerfa. Í Mongólíu er gróður- og jarðvegsauðlind landsins metin reglulega samkvæmt matskerfi sem hefur verið þróað og aðlagað að aðstæðum þar og var stuðst við það að hluta í kennslu á námskeiðinu. Að námskeiðinu stóðu, auk Landgræðsluskólans, Landbúnaðarháskólinn í Mongólíu (Mongolian University of Life Sciences), mongólsk frjáls félagasamtök sem vinna með hirðingjum að því að bæta landnýtingu og afkomu þeirra (National Federation of Pasture User Groups of Herders), og Veður-, vatna- og umhverfisstofnun Mongólíu (Information and Research Institute of Meteorology, Hydrology and Environment). Sex kennarar frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans sáu um kennslu, auk þriggja kennara frá Íslandi sem starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðsluna og Landgræðsluskólann. Jafnframt aðstoðuðu fjórir fyrrverandi nemar Landgræðsluskólans við útikennslu og ýmsa hagnýta hluta námskeiðsins. Auk námskeiðahalds hér á Íslandi stendur Landgræðsluskólinn meðal annars að þjálfun sérfræðinga í þróunarlöndum til að efla færni þeirra í málefnum sem tengjast vistheimt og sjálfbærri landnýtingu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Fyrir skömmu lauk í Mongólíu sjö daga námskeiði á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga. Markmið námskeiðsins var að þjálfa heimamenn í miðlun og nýtingu þekkingar á vöktun beitilanda með það fyrir augum að styrkja skilvirka stefnumótun um sjálfbæra landnýtingu. Þetta er í annað sinn sem Landgræðsluskólinn efnir til slíks námskeiðs í Mongólíu en í þetta sinn var það var haldið í grennd við höfuðborgina Ulaanbaatar. Meirihluti þeirra 25 þátttakenda sem sóttu námskeiðið voru umhverfis- og landbúnaðarsérfræðingar frá héraðsstjórnum í Mongólíu en einnig sóttu námskeiðið sérfræðingar frá ríkisstofnunum og háskólum. Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, vettvangsferð og verkefnavinnu í vinnuhópum. Allir þættir námskeiðsins miðuðu að því að auka hæfni þátttakenda til að greina á milli áhrifa landnýtingar og loftslagsbreytinga á vistkerfi, greina á milli vandaðra og óvandaðra gagna og upplýsinga, og nýta vönduð gögn og upplýsingar í stefnumótun er varða nýtingu vistkerfa. Í Mongólíu er gróður- og jarðvegsauðlind landsins metin reglulega samkvæmt matskerfi sem hefur verið þróað og aðlagað að aðstæðum þar og var stuðst við það að hluta í kennslu á námskeiðinu. Að námskeiðinu stóðu, auk Landgræðsluskólans, Landbúnaðarháskólinn í Mongólíu (Mongolian University of Life Sciences), mongólsk frjáls félagasamtök sem vinna með hirðingjum að því að bæta landnýtingu og afkomu þeirra (National Federation of Pasture User Groups of Herders), og Veður-, vatna- og umhverfisstofnun Mongólíu (Information and Research Institute of Meteorology, Hydrology and Environment). Sex kennarar frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans sáu um kennslu, auk þriggja kennara frá Íslandi sem starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðsluna og Landgræðsluskólann. Jafnframt aðstoðuðu fjórir fyrrverandi nemar Landgræðsluskólans við útikennslu og ýmsa hagnýta hluta námskeiðsins. Auk námskeiðahalds hér á Íslandi stendur Landgræðsluskólinn meðal annars að þjálfun sérfræðinga í þróunarlöndum til að efla færni þeirra í málefnum sem tengjast vistheimt og sjálfbærri landnýtingu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent