Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var tilbúin í síðustu viku en ákveðið var að hún skyldi ekki opinberuð fyrr en ríkisendurskoðandi hefur gert grein fyrir henni á fundum þingnefndanna.
Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag

Tengdar fréttir

Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts
Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa.

Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní
Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum.

Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur.