Þjálfari Kamerún þakkaði guði fyrir að hann hélt ró sinni: Þær neituðu aldrei að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 09:00 Gabrielle Aboudi Onguene, fyrirliði Kamerún, talar við Qin Liang dómara. Getty/Pier Marco Tacca Kamerún neitaði aldrei að halda leik áfram á móti Englandi í gær ef marka má orð þjálfara liðsins en hann hrósaði jafnframt liði sínu fyrir að sýna yfirvegun. Það eru þó ekki allir sammála þessu mati hans. Alain Djeumfa, þjálfari kamerúnska landsliðsins, hefur tjáð sig um uppákomurnar í leiknum við England í gær í sextán liða úrslitum HM kvenna í fótbolta. England vann leikinn 3-0 og komst áfram í átta liða úrslitin en stærsta fréttin var framkoma landsliðskvenna Kamerún í leiknum. Leikmenn Kamerún voru svo ósáttar við varsjána í tvígang að liðið virtist neita að halda leik áfram. Þær urðu líka uppvísar að því að hrinda dómara leiksins en kínverski dómarinn Qin Liang átti í miklum vandræðum með að fá þær kamerúnsku til að hlýða sér í leiknum. Þjálfari kamerúnska liðsins, Alain Djeumfa, mótmælti mikið til að byrja með en svo reyndi hann að fá leikmenn sína til að halda áfram þegar hann sá liðið sitt safnast saman í hring á miðjum vellinum."We didn't refuse to play!" Cameroon coach Alain Djeumfa has had his say. More https://t.co/KuzAlrdgff#ENGCMR#ENGCAM#ENG#CMR#Lionesses#Cameroonpic.twitter.com/Z3wCBWDeDc — BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2019Þær kamerúnsku urðu margar öskureiðar og þá sérstaklega þær sem VAR dómarnir höfðu bitnað á. Varnarmaðurinn sem gerði Ellen White réttstæða í öðru marki enska liðsins og Ajara Nchout sem skoraði markið sem var dæmt af í stöðunni 2-0 voru þannig báðar bálreiðar. Margir hafa gagnrýnt Kamerún fyrir framkomu sína sem þótti barnaleg og ófagmannleg. Leikmenn liðsins sluppu líka í þrígang við að fá beint rautt spjald í leiknum en í lokabrotinu leit út fyrir að dómarinn hafi valið gult spjald frekar en rautt svo að þær kamerúnsku gengu hreinlega ekki af velli. Alain Djeumfa talaði um óréttlæti í garð síns liðs í viðtali eftir leik: „Stundum kemur það fyrir þegar þú verður fyrir svona áfalli, að þú missir „kúlið“ en leikmennirnir mínir neituðu aldrei að halda leik áfram,“ sagði Djeumfa. „Það má vissulega segja það að við höfðum ástæðu til að ganga af velli en sem betur fer hélt ég ró minni. Þegar á reyndi þá hélt ég „kúlinu“ en það var mikil ástríða í mínu liði,“ sagði Djeumfa. „Það kemur fyrir að dómarar geri mistök en dómarinn gerði mjög mörg mistök í þessum leik,“ sagði Djeumfa."I'm not sure where to start. This game really did have everything. " It all went off in England v Cameroon! Get the lowdown https://t.co/pYiBGkMIaOpic.twitter.com/tnBQATxBGH — BBC Sport (@BBCSport) June 24, 2019„Því miður var markið tekið af okkur þegar við gátum helmingað forystuna þeirra. Ég trúi því að þessi leikur hefði endaði öðruvísi ef markið hefði fengið að standa,“ sagði Djeumfa. „Stelpurnar mínar misstu kannski svolítið stjórn á skapinu sínu. Ég tel samt að við eigum að taka hattinn ofan fyrir stelpunum fyrir það hvernig þær stóðu sig þrátt fyrir þessi dómaramistök,“ sagði Djeumfa. „Auðvitað er ég pirraður. Eins og ég sagði þá snýst fótbolti um háttvísi. Við sýndum háttvísi. Þetta er fótbolti,“ sagði Djeumfa.Ósáttar landsliðskonur Kamerún benda hér á skjáinn.Getty/Pier Marco Tacca HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega. 24. júní 2019 08:00 Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Mikil læti voru í leik Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag. 23. júní 2019 18:21 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Kamerún neitaði aldrei að halda leik áfram á móti Englandi í gær ef marka má orð þjálfara liðsins en hann hrósaði jafnframt liði sínu fyrir að sýna yfirvegun. Það eru þó ekki allir sammála þessu mati hans. Alain Djeumfa, þjálfari kamerúnska landsliðsins, hefur tjáð sig um uppákomurnar í leiknum við England í gær í sextán liða úrslitum HM kvenna í fótbolta. England vann leikinn 3-0 og komst áfram í átta liða úrslitin en stærsta fréttin var framkoma landsliðskvenna Kamerún í leiknum. Leikmenn Kamerún voru svo ósáttar við varsjána í tvígang að liðið virtist neita að halda leik áfram. Þær urðu líka uppvísar að því að hrinda dómara leiksins en kínverski dómarinn Qin Liang átti í miklum vandræðum með að fá þær kamerúnsku til að hlýða sér í leiknum. Þjálfari kamerúnska liðsins, Alain Djeumfa, mótmælti mikið til að byrja með en svo reyndi hann að fá leikmenn sína til að halda áfram þegar hann sá liðið sitt safnast saman í hring á miðjum vellinum."We didn't refuse to play!" Cameroon coach Alain Djeumfa has had his say. More https://t.co/KuzAlrdgff#ENGCMR#ENGCAM#ENG#CMR#Lionesses#Cameroonpic.twitter.com/Z3wCBWDeDc — BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2019Þær kamerúnsku urðu margar öskureiðar og þá sérstaklega þær sem VAR dómarnir höfðu bitnað á. Varnarmaðurinn sem gerði Ellen White réttstæða í öðru marki enska liðsins og Ajara Nchout sem skoraði markið sem var dæmt af í stöðunni 2-0 voru þannig báðar bálreiðar. Margir hafa gagnrýnt Kamerún fyrir framkomu sína sem þótti barnaleg og ófagmannleg. Leikmenn liðsins sluppu líka í þrígang við að fá beint rautt spjald í leiknum en í lokabrotinu leit út fyrir að dómarinn hafi valið gult spjald frekar en rautt svo að þær kamerúnsku gengu hreinlega ekki af velli. Alain Djeumfa talaði um óréttlæti í garð síns liðs í viðtali eftir leik: „Stundum kemur það fyrir þegar þú verður fyrir svona áfalli, að þú missir „kúlið“ en leikmennirnir mínir neituðu aldrei að halda leik áfram,“ sagði Djeumfa. „Það má vissulega segja það að við höfðum ástæðu til að ganga af velli en sem betur fer hélt ég ró minni. Þegar á reyndi þá hélt ég „kúlinu“ en það var mikil ástríða í mínu liði,“ sagði Djeumfa. „Það kemur fyrir að dómarar geri mistök en dómarinn gerði mjög mörg mistök í þessum leik,“ sagði Djeumfa."I'm not sure where to start. This game really did have everything. " It all went off in England v Cameroon! Get the lowdown https://t.co/pYiBGkMIaOpic.twitter.com/tnBQATxBGH — BBC Sport (@BBCSport) June 24, 2019„Því miður var markið tekið af okkur þegar við gátum helmingað forystuna þeirra. Ég trúi því að þessi leikur hefði endaði öðruvísi ef markið hefði fengið að standa,“ sagði Djeumfa. „Stelpurnar mínar misstu kannski svolítið stjórn á skapinu sínu. Ég tel samt að við eigum að taka hattinn ofan fyrir stelpunum fyrir það hvernig þær stóðu sig þrátt fyrir þessi dómaramistök,“ sagði Djeumfa. „Auðvitað er ég pirraður. Eins og ég sagði þá snýst fótbolti um háttvísi. Við sýndum háttvísi. Þetta er fótbolti,“ sagði Djeumfa.Ósáttar landsliðskonur Kamerún benda hér á skjáinn.Getty/Pier Marco Tacca
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega. 24. júní 2019 08:00 Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Mikil læti voru í leik Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag. 23. júní 2019 18:21 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30
Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega. 24. júní 2019 08:00
Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Mikil læti voru í leik Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag. 23. júní 2019 18:21
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn