Harpa fór aftur undir hnífinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. júní 2019 07:30 Harpa í leik með Stjörnunni síðasta sumar. Fréttablaðið/andri marinó Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að Harpa þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit krossband og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskóinn sem markadrottning Pepsi-deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisvar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrítugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endurhæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dagana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að Harpa þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit krossband og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskóinn sem markadrottning Pepsi-deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisvar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrítugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endurhæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dagana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð