Maður sem pissaði ofan af lágri brú í Berlín olli því að nokkrir einstaklingar slösuðust, samkvæmt Slökkviliði Berlínar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
Maðurinn, sem ekki hefur verið borið kennsl á, var að létta af sér á Jannowitz brúnni, sem liggur mjög lágt, og ofan á nokkra ferðamenn sem voru á siglingu á fimmtudagskvöld.
Þó nokkrir einstaklingar á bátnum stukku upp þegar bunan lenti á þeim og skölluðu brúnna þegar báturinn fór undir hana.
Fjórir voru fluttir með sjúkrabílum á spítala vegna höfuðáverka.
Ekki er vitað hvort maðurinn hafi verið sektaður eða tekinn höndum.
Framkoma mannsins var gagnrýnd á samfélagsmiðlum og var meðal annars skrifað á Twitter: „Dýrin í dýragarðinum haga sér betur.“

