Handbolti

Grímur tekur við Íslandsmeisturunum

Grímur handsalar samninginn.
Grímur handsalar samninginn. mnd7y
Grímur Hergeirsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss en þetta staðfesti félagið á vef sínum í kvöld.

Vísir greindi fyrst frá því í morgun að félagið væri búið að ráða Grím sem arftaka Patreks Jóhannessonar og nú hefur það verið staðfest.

Grímur skrifar undir tveggja ára samning sem þjálfari liðsins en undanfarin fjögur ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari liðsins; bæði hjá Patreki og svo þar áður með Stefáni Árnasyni.

„Deildin er gríðarlega ánægð með að Grímur hafi ákveðið að taka slaginn með liðið og bindur hún miklar vonir við komandi átök í vetur, bæði hér heima og í Evrópu,“ segir í tilkynningu Selfyssinga.

Eins og fram kom einnig á Vísi í dag verður Selfoss ekki með í Meistaradeild Evrópu vegna þess að ekkert hús á landinu uppfyllir kröfur EHF. Liðið tekur því þátt í EHF-keppninni í staðinn.


Tengdar fréttir

Grímur verður næsti þjálfari Selfoss

Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×