Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2019 16:04 Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Grafík/Vegagerðin. Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, frá Bjarkarlundi að Skálanesi við Þorskafjörð. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur að velja Teigsskógarleiðina. Sjá hér: Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg. Þar með er hin umdeilda veglína um Teigsskóg komin í lögformlegt athugasemdaferli, sem er forsenda þess að skipulagsbreytingin verði staðfest og að sveitarfélagið geti gefið út framkvæmdaleyfi. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn tveggja mánaða frestur til að gera athugasemdir, til sunnudagsins 25. ágúst.Teigsskógarleiðin gerir ráð fyrir að veglínan liggi þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og að Þorskafjörður verði jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin.Í auglýsingu Reykhólahrepps segir að nýja veglínan fylgi fyrri línu í megindráttum en víða á leiðinni séu nokkur frávik. Þá feli breytingin í sér að nýjar námur, vegna vegagerðar, eru færðar inn á skipulag og fullfrágengnar námur, sem hætt er að nota, eru felldar út. Nálgast má tillöguna að breytingu á aðalskipulaginu, ásamt umhverfisskýrslu, á heimasíðu Reykhólahrepps. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri kvaðst í samtali við Stöð 2 í janúar vonast til að hugsanlegum kærumálum yrði lokið fyrir áramót. Hún vonaðist jafnframt til að geta boðið verkið út í lok ársins og geta hafið framkvæmdir á vormánuðum 2020, eins og heyra má hér: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samþykktu að leiðin um Teigsskóg verði auglýst Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi í gær, með tveimur atkvæðum gegn engu, að auglýsa tillögu sem gerir ráð fyrir að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. 20. febrúar 2019 13:30 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, frá Bjarkarlundi að Skálanesi við Þorskafjörð. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur að velja Teigsskógarleiðina. Sjá hér: Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg. Þar með er hin umdeilda veglína um Teigsskóg komin í lögformlegt athugasemdaferli, sem er forsenda þess að skipulagsbreytingin verði staðfest og að sveitarfélagið geti gefið út framkvæmdaleyfi. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn tveggja mánaða frestur til að gera athugasemdir, til sunnudagsins 25. ágúst.Teigsskógarleiðin gerir ráð fyrir að veglínan liggi þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og að Þorskafjörður verði jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin.Í auglýsingu Reykhólahrepps segir að nýja veglínan fylgi fyrri línu í megindráttum en víða á leiðinni séu nokkur frávik. Þá feli breytingin í sér að nýjar námur, vegna vegagerðar, eru færðar inn á skipulag og fullfrágengnar námur, sem hætt er að nota, eru felldar út. Nálgast má tillöguna að breytingu á aðalskipulaginu, ásamt umhverfisskýrslu, á heimasíðu Reykhólahrepps. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri kvaðst í samtali við Stöð 2 í janúar vonast til að hugsanlegum kærumálum yrði lokið fyrir áramót. Hún vonaðist jafnframt til að geta boðið verkið út í lok ársins og geta hafið framkvæmdir á vormánuðum 2020, eins og heyra má hér:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samþykktu að leiðin um Teigsskóg verði auglýst Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi í gær, með tveimur atkvæðum gegn engu, að auglýsa tillögu sem gerir ráð fyrir að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. 20. febrúar 2019 13:30 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Samþykktu að leiðin um Teigsskóg verði auglýst Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi í gær, með tveimur atkvæðum gegn engu, að auglýsa tillögu sem gerir ráð fyrir að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. 20. febrúar 2019 13:30
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45
Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15