Afar sérstakt að spila í þrumuveðri Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. júní 2019 14:00 Guðmundur Ágúst slær hér af teig í Grafarholtinu þar sem Íslandsmótið fer fram í ágúst. Mynd/GSÍmyndir.net/Seth Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem leikur fyrir hönd GR er næststigahæstur á Ecco Nordic Tour mótaröðinni, sterkustu mótaröð Skandinavíu í golfi, eftir að hafa unnið annað mót sitt á árinu á dögunum. Hann varð fyrr á þessu ári annar íslenski kylfingurinn sem nær að vinna mót á þessari mótaröð á eftir Axel Bóassyni og bætti við öðrum sigri á dögunum á PGA Championship / Ingelsta Kalkon, atvinnumótinu sem fór fram á Österlens-vellinum í Svíþjóð. Guðmundur er búinn að koma sér í vænlega stöðu í öðru sæti á stigalistanum þar sem fimm efstu kylfingarnir í lok tímabils öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu, næststerkustu mótaröð Evrópu, á næsta tímabili. Þá á hann annan möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni fyrir næsta tímabil með því að vinna eitt mót til viðbótar í Skandinavíu. Guðmundur var á leiðinni aftur til Íslands í stutt stopp þegar Fréttablaðið náði á hann eftir annað mót þar sem hann náði sér ekki jafn vel á strik enda aðeins þrír dagar á milli móta. „Þetta er búið að ganga mjög vel til þessa á árinu, þessir tveir sigrar telja ansi mikið þegar kemur að stigalistanum og verðlaunafénu,“ segir Guðmundur sem hefur bætt högglengdina og það er að skila sér. „Það er minni stöðugleiki í spilamennskunni í ár en undanfarin ár en ég er að slá lengra. Ég hef unnið með þjálfaranum mínum, Arnari Má, sem á allt lof skilið fyrir vinnuna sína. Ég slæ talsvert lengra en í fyrra og á auðveldara með að stýra boltafluginu í vindinum sem gefur mér fleiri færi á fuglum,“ segir Guðmundur aðspurður út í muninn á milli ára. Ef Guðmundi tekst að vinna eitt mót til viðbótar getur hann fært sig yfir á Áskorendamótaröðina. „Það er ekki bara næsta tímabil, ef mér tekst að vinna eitt mót til viðbótar fæ ég þátttökurétt það sem eftir lifir tímabilsins ásamt því að komast ofar á forgangslistann fyrir mótin á næsta tímabili.“ Guðmundur Ágúst tók þátt í móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á dögunum. „Þetta var annað mótið mitt á Evrópumótaröðinni og ég fann aftur strax að þetta var stigið sem maður vill vera á. Það er annar gæðastimpill þar.“ Undir lok mótsins sem Guðmundur vann á dögunum komu þrumur og eldingar þegar hann var að klára síðustu holuna. Hann deildi efsta sæti með Christian Bæch Christinsen í lok móts og voru þeir því sendir út í bráðabana til að skera úr um sigurvegara. Eftir bráðabanann kom hellidemba og völlurinn var á floti og var ákveðið að þeir yrðu úrskurðaðir sameiginlegir sigurvegarar. „Það var afar sérstakt, við spiluðum þrjár holur í bráðabana þegar það voru eldingar. Maður hélt að það yrði engin áhætta tekin og þetta var fullnálægt manni fyrir minn smekk,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Maður er svo sem vanur hinum ýmsu truflunum og það þurfti bara að ná upp einbeitingu þegar kom að höggunum þó að maður hafi orðið smeykur á milli högga. Þegar það var allt jafnt eftir bráðabanann kom steypiregn og völlurinn var á floti og þá var ákveðið að blása þetta af og úrskurðað að við ynnum báðir mótið.“ Íslandsmótið í höggleik fer fram í Grafarholtinu og segist hann stefna á að gera atlögu að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum á heimavellinum. „Það er á dagskránni að koma heim og taka þátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem leikur fyrir hönd GR er næststigahæstur á Ecco Nordic Tour mótaröðinni, sterkustu mótaröð Skandinavíu í golfi, eftir að hafa unnið annað mót sitt á árinu á dögunum. Hann varð fyrr á þessu ári annar íslenski kylfingurinn sem nær að vinna mót á þessari mótaröð á eftir Axel Bóassyni og bætti við öðrum sigri á dögunum á PGA Championship / Ingelsta Kalkon, atvinnumótinu sem fór fram á Österlens-vellinum í Svíþjóð. Guðmundur er búinn að koma sér í vænlega stöðu í öðru sæti á stigalistanum þar sem fimm efstu kylfingarnir í lok tímabils öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu, næststerkustu mótaröð Evrópu, á næsta tímabili. Þá á hann annan möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni fyrir næsta tímabil með því að vinna eitt mót til viðbótar í Skandinavíu. Guðmundur var á leiðinni aftur til Íslands í stutt stopp þegar Fréttablaðið náði á hann eftir annað mót þar sem hann náði sér ekki jafn vel á strik enda aðeins þrír dagar á milli móta. „Þetta er búið að ganga mjög vel til þessa á árinu, þessir tveir sigrar telja ansi mikið þegar kemur að stigalistanum og verðlaunafénu,“ segir Guðmundur sem hefur bætt högglengdina og það er að skila sér. „Það er minni stöðugleiki í spilamennskunni í ár en undanfarin ár en ég er að slá lengra. Ég hef unnið með þjálfaranum mínum, Arnari Má, sem á allt lof skilið fyrir vinnuna sína. Ég slæ talsvert lengra en í fyrra og á auðveldara með að stýra boltafluginu í vindinum sem gefur mér fleiri færi á fuglum,“ segir Guðmundur aðspurður út í muninn á milli ára. Ef Guðmundi tekst að vinna eitt mót til viðbótar getur hann fært sig yfir á Áskorendamótaröðina. „Það er ekki bara næsta tímabil, ef mér tekst að vinna eitt mót til viðbótar fæ ég þátttökurétt það sem eftir lifir tímabilsins ásamt því að komast ofar á forgangslistann fyrir mótin á næsta tímabili.“ Guðmundur Ágúst tók þátt í móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á dögunum. „Þetta var annað mótið mitt á Evrópumótaröðinni og ég fann aftur strax að þetta var stigið sem maður vill vera á. Það er annar gæðastimpill þar.“ Undir lok mótsins sem Guðmundur vann á dögunum komu þrumur og eldingar þegar hann var að klára síðustu holuna. Hann deildi efsta sæti með Christian Bæch Christinsen í lok móts og voru þeir því sendir út í bráðabana til að skera úr um sigurvegara. Eftir bráðabanann kom hellidemba og völlurinn var á floti og var ákveðið að þeir yrðu úrskurðaðir sameiginlegir sigurvegarar. „Það var afar sérstakt, við spiluðum þrjár holur í bráðabana þegar það voru eldingar. Maður hélt að það yrði engin áhætta tekin og þetta var fullnálægt manni fyrir minn smekk,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Maður er svo sem vanur hinum ýmsu truflunum og það þurfti bara að ná upp einbeitingu þegar kom að höggunum þó að maður hafi orðið smeykur á milli högga. Þegar það var allt jafnt eftir bráðabanann kom steypiregn og völlurinn var á floti og þá var ákveðið að blása þetta af og úrskurðað að við ynnum báðir mótið.“ Íslandsmótið í höggleik fer fram í Grafarholtinu og segist hann stefna á að gera atlögu að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum á heimavellinum. „Það er á dagskránni að koma heim og taka þátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira