Pólitík er mannanna verk Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 18:56 „Við verðum að segja þessu fólki rétt frá, það er enginn að skera niður bætur“ sagði Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar í Kastljósi gærkvöldsins. Það hefur aldrei verið neinn vafi að það á ekki að skerða þær litlu „bætur“ sem öryrkjar og fatlað fólk þurfa að „þiggja“, svo ég noti orðfæri formanns fjárlaganefndar sjálfs, orðfæri sem reyndar ber vott um „sérstakt“ viðhorf gagnvart fötluðu fólki og öryrkjum. Í mínum huga er niðurlægjandi að Willum telji að við fatlað fólk og öryrkjar höfum ekki skilið að aldrei var talað um að skerða bætur. Það var augljóst öllum, líka okkur öryrkjunum að tillagan var um að skera niður um 8 ma. það fjármagn sem áætlað var að setja inn í málaflokk örorku og fatlaðs fólks. Fyrir mér þýðir það einfaldlega að enn og aftur er ekki að vænta hækkana á örorkulífeyri umfram furðulegar reikningskúnstir fjármálaráðuneytisins á 69. gr. laga almannatrygginga um hver áramót. En hún hefur lotið hundakúnstaútreikningi fjármálaráðuneytisins hverju sinni og sjaldnast eins reiknuð frá ári til árs. Þetta hefur leitt til þess t.d. að örorkulífeyrir er of lítil upphæð til að fólk geti framfleytt sér af. Í desember 2011 lýsti ÖBÍ yfir miklum áhyggjum vegna fjárlaga 2012, þá var minnt á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð, með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um að leiðréttingar kæmu þremur árum frá hruninu, þær leiðréttingar hafa ekki enn skilað sér! Þetta sama ár fengu þeir öryrkjar sem voru á strípuðum örorkulífeyri kr. 196.140 f.sk. Í dag átta árum seinna hefur þessi sami örorkulífeyrir hækkað um kr. 51.043. Hækkun á örorkulífeyri hefur orðið heilar kr. 6.380 f.sk. á ári (532 kr. á .mán.) undanfarin átta ár og er í dag kr. 247.183 f.sk. Í ljósi þess að örorkulífeyrir hefur hækkað um 6.380 kr. á ári undanfarin átta ár og það að nú er runnin upp tími sannsöglinnar, hlýt ég að spyrja formann fjárlaganefndar og fjármála- og efnahagsráðherra að því hvort yfirleitt standi til að leiðrétta kjör öryrkja og fatlaðs fólks? Kjaragliðnun síðasta áratugs hljóðar upp á 29%, m.ö.o. rýrnun örorkulífeyris á þessu tímabili er um 29%, leiðrétting á kjörum hefur því augljóslega engin orðið. Ég ætlaði ríkisstjórninni ekki það illverk að skera niður „bætur“. Ég ætlaði ríkisstjórninni að standa við loforð sem gefið var fyrir 11 árum síðan. Ég ætlaði henni að hækka örorkulífeyri þannig að mögulegt væri að framfleyta sér af honum og ég ætlaði henni að afnema alveg „krónu á móti krónu“ skerðingu. Fyrri fjármálaáætlun 2020-2024 í mars varð ÖBÍ veruleg vonbrigði, eðlilega, þar sem ljóst var að fjármunir sem ætlaðir voru í málaflokkinn áttu að mestu að nota til breytinga á almannatryggingakerfinu en myndu ekki duga til að taka út krónu á móti krónu skerðinguna. Við sáum hvergi þess merki að örorkulífeyrir yrði hækkaður. Nú þegar meira en helmingi minni fjármunir eiga að fara í málaflokkinn er ljóst að öryrkjar og fatlað fólk verður áfram í svelti. Þessi framkoma stjórnvalda í garð örorkulífeyrisþega er óásættanleg og hlýt ég að fara fram á, að stjórnvöld endurskoði fjármálaáætlunina með það fyrir augum að ekki bara núlla hana heldur bæta við verulegum fjármunum í málaflokk örorku og fatlaðs fólks, þannig að stjórnvöld geti staðið við gömul og ný loforð. Loforð um að afnema skerðingar og hækka örorkulífeyri til gagns fyrir þá sem á honum lifa. Örorkulífeyrir er framfærsla fólks, hann er til vegna þess að við sem samfélag viljum tryggja það að fólk hafi framfærslu til mannsæmandi lífs ef það getur ekki unnið sökum veikinda eða fötlunar. Örorka er ekki valkvæð né eftirsóknarverð og það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber. Örorka á ekki að vera ávísun á skammarlega lága framfærslu. Ég skora á Ásmund Einar Daðason og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að næraß ekki fátækt.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Við verðum að segja þessu fólki rétt frá, það er enginn að skera niður bætur“ sagði Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar í Kastljósi gærkvöldsins. Það hefur aldrei verið neinn vafi að það á ekki að skerða þær litlu „bætur“ sem öryrkjar og fatlað fólk þurfa að „þiggja“, svo ég noti orðfæri formanns fjárlaganefndar sjálfs, orðfæri sem reyndar ber vott um „sérstakt“ viðhorf gagnvart fötluðu fólki og öryrkjum. Í mínum huga er niðurlægjandi að Willum telji að við fatlað fólk og öryrkjar höfum ekki skilið að aldrei var talað um að skerða bætur. Það var augljóst öllum, líka okkur öryrkjunum að tillagan var um að skera niður um 8 ma. það fjármagn sem áætlað var að setja inn í málaflokk örorku og fatlaðs fólks. Fyrir mér þýðir það einfaldlega að enn og aftur er ekki að vænta hækkana á örorkulífeyri umfram furðulegar reikningskúnstir fjármálaráðuneytisins á 69. gr. laga almannatrygginga um hver áramót. En hún hefur lotið hundakúnstaútreikningi fjármálaráðuneytisins hverju sinni og sjaldnast eins reiknuð frá ári til árs. Þetta hefur leitt til þess t.d. að örorkulífeyrir er of lítil upphæð til að fólk geti framfleytt sér af. Í desember 2011 lýsti ÖBÍ yfir miklum áhyggjum vegna fjárlaga 2012, þá var minnt á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð, með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um að leiðréttingar kæmu þremur árum frá hruninu, þær leiðréttingar hafa ekki enn skilað sér! Þetta sama ár fengu þeir öryrkjar sem voru á strípuðum örorkulífeyri kr. 196.140 f.sk. Í dag átta árum seinna hefur þessi sami örorkulífeyrir hækkað um kr. 51.043. Hækkun á örorkulífeyri hefur orðið heilar kr. 6.380 f.sk. á ári (532 kr. á .mán.) undanfarin átta ár og er í dag kr. 247.183 f.sk. Í ljósi þess að örorkulífeyrir hefur hækkað um 6.380 kr. á ári undanfarin átta ár og það að nú er runnin upp tími sannsöglinnar, hlýt ég að spyrja formann fjárlaganefndar og fjármála- og efnahagsráðherra að því hvort yfirleitt standi til að leiðrétta kjör öryrkja og fatlaðs fólks? Kjaragliðnun síðasta áratugs hljóðar upp á 29%, m.ö.o. rýrnun örorkulífeyris á þessu tímabili er um 29%, leiðrétting á kjörum hefur því augljóslega engin orðið. Ég ætlaði ríkisstjórninni ekki það illverk að skera niður „bætur“. Ég ætlaði ríkisstjórninni að standa við loforð sem gefið var fyrir 11 árum síðan. Ég ætlaði henni að hækka örorkulífeyri þannig að mögulegt væri að framfleyta sér af honum og ég ætlaði henni að afnema alveg „krónu á móti krónu“ skerðingu. Fyrri fjármálaáætlun 2020-2024 í mars varð ÖBÍ veruleg vonbrigði, eðlilega, þar sem ljóst var að fjármunir sem ætlaðir voru í málaflokkinn áttu að mestu að nota til breytinga á almannatryggingakerfinu en myndu ekki duga til að taka út krónu á móti krónu skerðinguna. Við sáum hvergi þess merki að örorkulífeyrir yrði hækkaður. Nú þegar meira en helmingi minni fjármunir eiga að fara í málaflokkinn er ljóst að öryrkjar og fatlað fólk verður áfram í svelti. Þessi framkoma stjórnvalda í garð örorkulífeyrisþega er óásættanleg og hlýt ég að fara fram á, að stjórnvöld endurskoði fjármálaáætlunina með það fyrir augum að ekki bara núlla hana heldur bæta við verulegum fjármunum í málaflokk örorku og fatlaðs fólks, þannig að stjórnvöld geti staðið við gömul og ný loforð. Loforð um að afnema skerðingar og hækka örorkulífeyri til gagns fyrir þá sem á honum lifa. Örorkulífeyrir er framfærsla fólks, hann er til vegna þess að við sem samfélag viljum tryggja það að fólk hafi framfærslu til mannsæmandi lífs ef það getur ekki unnið sökum veikinda eða fötlunar. Örorka er ekki valkvæð né eftirsóknarverð og það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber. Örorka á ekki að vera ávísun á skammarlega lága framfærslu. Ég skora á Ásmund Einar Daðason og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að næraß ekki fátækt.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun