Markmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa ekki að óttast VAR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júní 2019 16:45 Stuðningsmenn enskra úrvalsdeildaliða þurfa ekki að óttast þessi skilaboð í vetur vísir/getty Myndbandsdómgæslan í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili mun ekki hafa heimild til þess að dæma á markmenn fyrir að stíga af marklínunni í vítaspyrnum. Riðlakeppni HM kvenna í fótbolta klárast í dag en þrisvar sinnum hafa víti verið endurtekin á mótinu til þessa eftir að myndbandsdómarar dæmdu að markmenn hefðu farið af marklínunni áður en spyrnan var tekin. Í breytingunum sem gerðar voru á knattspyrnulögunum nýlega og tóku gildi 1. júní var meðal annars sett sú regla að þegar vítaspyrna er tekin verði markmaður að hafa að minnsta kosti annan fótinn á marklínunni, eða ef markmaður er hoppandi þegar spyrnan er tekin þá þurfi annar fóturinn að vera samsíða marklínunni. Þessi regla hefur verið tekin mjög alvarlega á HM kvenna í Frakklandi og síðast í gær var markvörður Skota fyrir barðinu á þessari reglu. Seint í leik Skota og Argentínu fékk Argentína vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Skota. Lee Alexander varði spyrnuna frá Florencia Bonsegundo en var dæmd brotleg. Bonsegundo skoraði í annarri tilraun, leiknum lauk með 3-3 jafntefli og bæði lið því líklega úr leik í keppninni, í það minnsta eru Skotar á heimleið. Þessi harða dómgæsla hefur verið harðlega gagnrýnd. „Ef markmaðurinn þarf að standa á línunni og getur ekki staðið á bakvið hana, þá getum við næst bara sagst ætla að binda hendur fyrir aftan bak,“ sagði sérfræðingur BBC Pat Nevin. „Það hefur aldrei verið auðveldara í sögu fótboltans að skora úr vítaspyrnu.“ Yfirvöld dómgæslumála á Englandi (e. Professional Game Match Officials Board) ætla ekki að láta myndbandsdómarana dæma um þessa reglu á komandi leiktíð, en myndbandsdómgæsla verður notuð í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti næsta vetur. Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Myndbandsdómgæslan í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili mun ekki hafa heimild til þess að dæma á markmenn fyrir að stíga af marklínunni í vítaspyrnum. Riðlakeppni HM kvenna í fótbolta klárast í dag en þrisvar sinnum hafa víti verið endurtekin á mótinu til þessa eftir að myndbandsdómarar dæmdu að markmenn hefðu farið af marklínunni áður en spyrnan var tekin. Í breytingunum sem gerðar voru á knattspyrnulögunum nýlega og tóku gildi 1. júní var meðal annars sett sú regla að þegar vítaspyrna er tekin verði markmaður að hafa að minnsta kosti annan fótinn á marklínunni, eða ef markmaður er hoppandi þegar spyrnan er tekin þá þurfi annar fóturinn að vera samsíða marklínunni. Þessi regla hefur verið tekin mjög alvarlega á HM kvenna í Frakklandi og síðast í gær var markvörður Skota fyrir barðinu á þessari reglu. Seint í leik Skota og Argentínu fékk Argentína vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Skota. Lee Alexander varði spyrnuna frá Florencia Bonsegundo en var dæmd brotleg. Bonsegundo skoraði í annarri tilraun, leiknum lauk með 3-3 jafntefli og bæði lið því líklega úr leik í keppninni, í það minnsta eru Skotar á heimleið. Þessi harða dómgæsla hefur verið harðlega gagnrýnd. „Ef markmaðurinn þarf að standa á línunni og getur ekki staðið á bakvið hana, þá getum við næst bara sagst ætla að binda hendur fyrir aftan bak,“ sagði sérfræðingur BBC Pat Nevin. „Það hefur aldrei verið auðveldara í sögu fótboltans að skora úr vítaspyrnu.“ Yfirvöld dómgæslumála á Englandi (e. Professional Game Match Officials Board) ætla ekki að láta myndbandsdómarana dæma um þessa reglu á komandi leiktíð, en myndbandsdómgæsla verður notuð í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti næsta vetur.
Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira