Jafntefli varð niðurstaðan í Íslendingaslag dagsins í toppbaráttunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Arnór Ingvi Truastason var í byrjunarliði Malmö sem sótti AIK heim í toppslag. Kolbeinn Sigþórsson var á bekknum hjá AIK en kom inn á eftir 74 mínútna leik.
Ekkert mark var skorað í leiknum og það kom aðeins eitt skot á markið, það áttu gestirnir í Malmö. Alls áttu þeir átta marktilraunir en AIK fjórar.
Malmö er á toppnum í sænsku deildinni með 31 stig. AIK kemur þar á eftir með 25 stig. AIK á þó í hættu að missa Djurgården upp fyrir sig, Djurgården er með 24 stig í þriðja sætinu en á tvo leiki inni á bæði AIK og Malmö.
Markalaust í Íslendingaslag í Svíþjóð
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn





Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti

