Skömmin stærsti fylgifiskur heimilisofbeldis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 20:00 Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á þingi sínu í síðasta mánuði nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Samþykktin nær þá til allra þátta er lúta að vinnu umhverfinu þar á meðal vinnuferða og vinnu skemmtana. Forseti ASÍ benti einnig á nýmæli í samþykktinni sem er að fólk verði varið í vinnunni gegn heimilisofbeldi, elti það fólkið á vinnustaðinn, og mælst til að vinnuveitendur taki tillit til þess búi fólk við slíkt ofbeldi. Hún nefndi að í sumum löndum eigi fólk rétt á ákveðnum veikindadögum sé það að losa sig úr ofbeldissambandi eða vinna úr því. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir dæmi þess hér á landi að fólk hafi þurft vernd á vinnustað sínum og hafi þurft að tilkynna atvinnurekanda um að það gæti verið truflun á vinnutíma af þeim sem er að beita ofbeldi. Það séu oftast mál sem að lögreglan er inn í. Hún segir að ofbeldi geti haft gríðarlegar afleiðingar á starfsgetu fólks. „Einungis þrjátíu og níu prósent þeirra sem leita til okkar eru í fullu starfi sem segir gríðarlega mikið þegar við erum með atvinnuþátttöku yfir áttatíu prósent,“ segir hún. Stærsti hópurinn sem leitar til Bjarkarhlíðar er á aldrinum 18 til 29 ára og segir Ragna það gefa tilkynna að einstaklingar leiti aðstoðar fyrr en áður. 305 hafa komið það sem af er ári og sé það 20 prósent aukning frá því í fyrra. Auka þurfi skilning og svigrúm inn á vinnustöðum. „Það myndi hjálpa fólki með skömmina. Skömmin er sterkasti fylgifiskur því að einhver sem að þér þykir vænt um og ert í nánu sambandi við er að beita þig ofbeldi. Þannig að ef það væri skilningur á vinnustað og þú gætir komið og sagt því miður er staðan svona hjá mér og ég þarf kannski smá svigrúm skilning og stuðning til að komast út úr þessu sambandi,“ segir hún. Félagsmál Tengdar fréttir Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á þingi sínu í síðasta mánuði nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Samþykktin nær þá til allra þátta er lúta að vinnu umhverfinu þar á meðal vinnuferða og vinnu skemmtana. Forseti ASÍ benti einnig á nýmæli í samþykktinni sem er að fólk verði varið í vinnunni gegn heimilisofbeldi, elti það fólkið á vinnustaðinn, og mælst til að vinnuveitendur taki tillit til þess búi fólk við slíkt ofbeldi. Hún nefndi að í sumum löndum eigi fólk rétt á ákveðnum veikindadögum sé það að losa sig úr ofbeldissambandi eða vinna úr því. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir dæmi þess hér á landi að fólk hafi þurft vernd á vinnustað sínum og hafi þurft að tilkynna atvinnurekanda um að það gæti verið truflun á vinnutíma af þeim sem er að beita ofbeldi. Það séu oftast mál sem að lögreglan er inn í. Hún segir að ofbeldi geti haft gríðarlegar afleiðingar á starfsgetu fólks. „Einungis þrjátíu og níu prósent þeirra sem leita til okkar eru í fullu starfi sem segir gríðarlega mikið þegar við erum með atvinnuþátttöku yfir áttatíu prósent,“ segir hún. Stærsti hópurinn sem leitar til Bjarkarhlíðar er á aldrinum 18 til 29 ára og segir Ragna það gefa tilkynna að einstaklingar leiti aðstoðar fyrr en áður. 305 hafa komið það sem af er ári og sé það 20 prósent aukning frá því í fyrra. Auka þurfi skilning og svigrúm inn á vinnustöðum. „Það myndi hjálpa fólki með skömmina. Skömmin er sterkasti fylgifiskur því að einhver sem að þér þykir vænt um og ert í nánu sambandi við er að beita þig ofbeldi. Þannig að ef það væri skilningur á vinnustað og þú gætir komið og sagt því miður er staðan svona hjá mér og ég þarf kannski smá svigrúm skilning og stuðning til að komast út úr þessu sambandi,“ segir hún.
Félagsmál Tengdar fréttir Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent