Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2019 12:15 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Framkvæmdastjóri Landverndar segir framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar byggt á „kolröngum forsendum“. Landvernd er í hópi samtaka sem hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvaleyrarvirkjunar var samþykkt þann 12. júní síðastliðinn. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum kærðu bæði framkvæmdaleyfið og deiliskipulag til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 24. júní. Landeigendur byggja kæru sína á eignarrétti þeirra að jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja. Umhverfisverndarsamtökin fern sem hafa nú einnig kært framkvæmdina eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í morgun segir að kæran byggi meðal annars á því að með framkvæmdinni séu bæði náttúruverndarlög og lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin. Þá telja samtökin óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta.Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Fréttablaðið/EyþórAuður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin telji framkvæmdaleyfið veitt á afar veikum grunni. „Við teljum náttúrulega að framkvæmdin öll sé byggð á kolröngum forsendum frá byrjun. Varðandi þessa ákveðnu kæru þá er verið að fara í framkvæmdir við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í nafni rannsókna. Þessar rannsóknir höfum við áður bent á að er auðveldlega hægt að stunda án þess að fara í þetta gríðarmikla rask sem þarna á að fara í.“ Auður segir að nú taki úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæruna til meðferðar og ákveði hvort eigi að ógilda framkvæmdaleyfið. Þangað til halda framkvæmdaraðilar, VesturVerk, sínu striki. „Þangað til að nefndin hefur ákveðið hvort eigi að stöðva framkvæmdirnar þá halda þær áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin kæra hafi komið. En það er þá á fjárhagslega ábyrgð þeirra sem standa í framkvæmdunum, þeir geta ekki sótt neinar bætur ef framkvæmdaleyfið verður síðan fellt úr gildi,“ segir Auður. „Þannig að þeir taka ábyrgð á því að fara í framkvæmdir sem þeir vita að er búið að kæra og þeir vita að eru á veikum grunni.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar segir framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar byggt á „kolröngum forsendum“. Landvernd er í hópi samtaka sem hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvaleyrarvirkjunar var samþykkt þann 12. júní síðastliðinn. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum kærðu bæði framkvæmdaleyfið og deiliskipulag til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 24. júní. Landeigendur byggja kæru sína á eignarrétti þeirra að jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja. Umhverfisverndarsamtökin fern sem hafa nú einnig kært framkvæmdina eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í morgun segir að kæran byggi meðal annars á því að með framkvæmdinni séu bæði náttúruverndarlög og lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin. Þá telja samtökin óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta.Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Fréttablaðið/EyþórAuður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin telji framkvæmdaleyfið veitt á afar veikum grunni. „Við teljum náttúrulega að framkvæmdin öll sé byggð á kolröngum forsendum frá byrjun. Varðandi þessa ákveðnu kæru þá er verið að fara í framkvæmdir við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í nafni rannsókna. Þessar rannsóknir höfum við áður bent á að er auðveldlega hægt að stunda án þess að fara í þetta gríðarmikla rask sem þarna á að fara í.“ Auður segir að nú taki úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæruna til meðferðar og ákveði hvort eigi að ógilda framkvæmdaleyfið. Þangað til halda framkvæmdaraðilar, VesturVerk, sínu striki. „Þangað til að nefndin hefur ákveðið hvort eigi að stöðva framkvæmdirnar þá halda þær áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin kæra hafi komið. En það er þá á fjárhagslega ábyrgð þeirra sem standa í framkvæmdunum, þeir geta ekki sótt neinar bætur ef framkvæmdaleyfið verður síðan fellt úr gildi,“ segir Auður. „Þannig að þeir taka ábyrgð á því að fara í framkvæmdir sem þeir vita að er búið að kæra og þeir vita að eru á veikum grunni.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26
Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00