Kókaín flýtur á land á Filippseyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2019 08:16 Kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Fillipseyjum, sem gerir strandið enn dularfyllra. Getty/ted ajibe Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyja. Nýjasta tilfellið var á sunnudag og í maí fundu sjómenn 39 kubba af kókaíni sem metnir voru á rúma 4 milljónir dala. Málið þykir ekki síst áhugavert í ljósi þess að kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Filippseyjum. Lögreglan telur af þeim sökum að kókaínið hafi átt að flytja til Ástralíu þar sem meiri eftirspurn er eftir efninu. Það er þó aðeins tilgáta enda er töluvert meira um kenningar en skýringar á þessu stigi.Grjón fyrir kók Málið hefur verið lögreglufólki á Filippseyjum ofarlega í huga undanfarna mánuði enda hefur baráttan gegn fíkniefnum verið forgangsmál hjá forseta landsins, Rodrigo Duterte. Þannig bauð lögreglan fólki sem gengi fram á kókaínkubb að skipta honum fyrir hrísgrjónasekk. Vart þarf að taka fram að töluverður verðmunur eru á vörunum tveimur, en breska ríkisútvarpið tiltekur ekki hversu margir þáðu skiptiboð lögreglunnar. Þrátt fyrir að fátt sé í hendi um raunverulegar ástæður kókaínstrandsins eru nokkrar getgátur reifaðar á vef BBC. Þannig nefnir einn viðmælandi, sem starfar í vímuefnahugveitu, að algengt sé að smyglarar fleygi farmi sínum útbyrðis þegar laganna verðir komast á snoðir um þá. Hafstraumar hafi síðan borið kubbana til Filippseyja. Þá kunni eitthvað að hafa misfarist þegar smyglarar reyndu að koma varningi sínum í hendur kaupenda. Stundum festi þeir góssið í netum neðansjávar, sem kaupandinn sækir, en stundum sé illa gengið frá netunum og þau eigi það til að losna.Hluti þeirra kókaínkílóa sem flotið hafa á land í ár. Þeim var eytt á fimmtudag í síðustu viku.Getty/ted aljibeÞyrla kókaíni í augu yfirvalda Yfirmaður fíkniefnaeftirlits Filippseyja er þó á öðru máli. Stofnunin telji líklegra að strandkókaínið sé í raun yfirvarp fyrir annan vímuefnainnflutning. „Meðan aðrar löggæslustofnanir einbeita sér að því að leggja hendur á kókaínið fljótandi teljum við að glæpahringir nýti tækifærið til að smygla shabu,“ sagði yfirmaðurinn í yfirlýsingu í febrúar. Shabu er filippseyska heitið yfir metamfetamín, fíkinefni sem sagt er njóta töluvert meiri vinsælda þar í landi en kókaín og þungamiðjan í vímuefnastríði Duterte forseta. Yfirmaður fíkniefnaeftirlitsins áætlar þannig að smyglararnir séu tilbúnir til að „fórna kókaíninu“ til þess að geta selt sitt vinsæla shabu. Sjóherinn hræddi Þessi kenning er þó ekki hátt skrifuð hjá lögreglunni, sem telur að smyglarar myndu aldrei reiða sig á jafn dýrar aðferðir. Embættið telji líklegra að kókaíninu hafi einfaldlega verið kastað frá borði þegar verið var að flytja það til Ástralíu. Þar sé meiri eftirspurn eftir kókaíni en á Filippseyjum og því um leið ábatasamara að flytja það þangað. Það er til að mynda talin hafa verið raunin með þau 500 kókaínkíló sem lögreglan á Salómonseyjum lagði hald á í september á síðasta ári. Smyglarar á leið til Ástralíu hafi kastað þeim í sjóinn þegar sjóher Papúa Nýju-Gíneu nálgaðist óðfluga. Verðmæti kókaínsins er áætlað um 300 milljónir dala, næstum 38 milljarðar króna. Ástralía Filippseyjar Lyf Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyja. Nýjasta tilfellið var á sunnudag og í maí fundu sjómenn 39 kubba af kókaíni sem metnir voru á rúma 4 milljónir dala. Málið þykir ekki síst áhugavert í ljósi þess að kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Filippseyjum. Lögreglan telur af þeim sökum að kókaínið hafi átt að flytja til Ástralíu þar sem meiri eftirspurn er eftir efninu. Það er þó aðeins tilgáta enda er töluvert meira um kenningar en skýringar á þessu stigi.Grjón fyrir kók Málið hefur verið lögreglufólki á Filippseyjum ofarlega í huga undanfarna mánuði enda hefur baráttan gegn fíkniefnum verið forgangsmál hjá forseta landsins, Rodrigo Duterte. Þannig bauð lögreglan fólki sem gengi fram á kókaínkubb að skipta honum fyrir hrísgrjónasekk. Vart þarf að taka fram að töluverður verðmunur eru á vörunum tveimur, en breska ríkisútvarpið tiltekur ekki hversu margir þáðu skiptiboð lögreglunnar. Þrátt fyrir að fátt sé í hendi um raunverulegar ástæður kókaínstrandsins eru nokkrar getgátur reifaðar á vef BBC. Þannig nefnir einn viðmælandi, sem starfar í vímuefnahugveitu, að algengt sé að smyglarar fleygi farmi sínum útbyrðis þegar laganna verðir komast á snoðir um þá. Hafstraumar hafi síðan borið kubbana til Filippseyja. Þá kunni eitthvað að hafa misfarist þegar smyglarar reyndu að koma varningi sínum í hendur kaupenda. Stundum festi þeir góssið í netum neðansjávar, sem kaupandinn sækir, en stundum sé illa gengið frá netunum og þau eigi það til að losna.Hluti þeirra kókaínkílóa sem flotið hafa á land í ár. Þeim var eytt á fimmtudag í síðustu viku.Getty/ted aljibeÞyrla kókaíni í augu yfirvalda Yfirmaður fíkniefnaeftirlits Filippseyja er þó á öðru máli. Stofnunin telji líklegra að strandkókaínið sé í raun yfirvarp fyrir annan vímuefnainnflutning. „Meðan aðrar löggæslustofnanir einbeita sér að því að leggja hendur á kókaínið fljótandi teljum við að glæpahringir nýti tækifærið til að smygla shabu,“ sagði yfirmaðurinn í yfirlýsingu í febrúar. Shabu er filippseyska heitið yfir metamfetamín, fíkinefni sem sagt er njóta töluvert meiri vinsælda þar í landi en kókaín og þungamiðjan í vímuefnastríði Duterte forseta. Yfirmaður fíkniefnaeftirlitsins áætlar þannig að smyglararnir séu tilbúnir til að „fórna kókaíninu“ til þess að geta selt sitt vinsæla shabu. Sjóherinn hræddi Þessi kenning er þó ekki hátt skrifuð hjá lögreglunni, sem telur að smyglarar myndu aldrei reiða sig á jafn dýrar aðferðir. Embættið telji líklegra að kókaíninu hafi einfaldlega verið kastað frá borði þegar verið var að flytja það til Ástralíu. Þar sé meiri eftirspurn eftir kókaíni en á Filippseyjum og því um leið ábatasamara að flytja það þangað. Það er til að mynda talin hafa verið raunin með þau 500 kókaínkíló sem lögreglan á Salómonseyjum lagði hald á í september á síðasta ári. Smyglarar á leið til Ástralíu hafi kastað þeim í sjóinn þegar sjóher Papúa Nýju-Gíneu nálgaðist óðfluga. Verðmæti kókaínsins er áætlað um 300 milljónir dala, næstum 38 milljarðar króna.
Ástralía Filippseyjar Lyf Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent