Þjóðargarður Davíð Stefánsson skrifar 9. júlí 2019 07:00 Hann var kátur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hann greindi frá því að Vatnajökulsþjóðgarður væri kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hann sagði þetta mjög stóran dag í sögu náttúruverndar, enda er þetta viðurkenning á að náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þyki einstök fyrir mannkynið. Það er mikilvægt fyrir Ísland. Heimsminjasamningur UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins byggir á því að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi því að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Fyrir eru tveir staðir á Íslandi á heimsminjaskránni, Þingvellir og Surtsey. Vatnajökulsþjóðgarður er meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu. Svæðið þykir einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúru, samspils elds og íss og jarðfræðilegrar fjölbreytni. „Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir náttúru staðarins, stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins og þann rekstur sem á sér þar stað,“ sagði Guðmundur Ingi. „Og fyrir náttúru Íslands að 12 prósent landsins séu núna hluti af heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna er stórafrek og eitthvað sem við getum öll verið stolt af,“ sagði hann. Það að vera með jafn stóran hluta landsins á heimsminjaskrá UNESCO hefur mikið vægi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Það er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ætti að stuðla að náttúruupplifun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur reynst farsæll umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann virðist hafa nálgast mál af hógværð en festu. Heimsminjaskráning Vatnajökulsþjóðgarðs er stórt mál en um það hefur verið sátt frá upphafi. Erfiðari mál bíða hans og stjórnvalda er kalla eftir framsýni og kjarki. Mál sem reyna á sættir ólíkra sjónarmiða og stjórnmálamanninn Guðmund Inga. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa í landinu, flytur nú fréttir af yfirvofandi orkuskorti árið 2022. Þar segir að líkur séu á aflskorti sem stafi af meiri aukningu í notkun en sem nemur aukningu á nýju uppsettu afli virkjana til næstu ára. Þetta er í takti við áætlanir Orkuspárnefndar sem hefur sagt að almenn orkunotkun í landinu muni aukast um 12-16 MW á ári næstu áratugina og enn frekar vegna rafbílavæðingar. Þar er uppbygging á nýjum iðnaði og gagnaverum undanskilin. Í skýrslu nefndarinnar sem kom út árið 2018 voru dregnar upp þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun á árunum 2018 til 2050. Þar var sagt að áætluð aukning almennrar raforkunotkunar til ársins 2030 samsvari tveimur af nýjustu aflstöðvum Landsvirkjunar. Sú staðreynd að það taki sjö til fimmtán ár að sækja nýja orku hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar horft er á orkuskort eftir þrjú ár. – Hér munu kallast á sættir og festa. Vonandi flytur ráðherrann líka góðar fréttir hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hann var kátur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hann greindi frá því að Vatnajökulsþjóðgarður væri kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hann sagði þetta mjög stóran dag í sögu náttúruverndar, enda er þetta viðurkenning á að náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þyki einstök fyrir mannkynið. Það er mikilvægt fyrir Ísland. Heimsminjasamningur UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins byggir á því að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi því að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Fyrir eru tveir staðir á Íslandi á heimsminjaskránni, Þingvellir og Surtsey. Vatnajökulsþjóðgarður er meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu. Svæðið þykir einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúru, samspils elds og íss og jarðfræðilegrar fjölbreytni. „Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir náttúru staðarins, stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins og þann rekstur sem á sér þar stað,“ sagði Guðmundur Ingi. „Og fyrir náttúru Íslands að 12 prósent landsins séu núna hluti af heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna er stórafrek og eitthvað sem við getum öll verið stolt af,“ sagði hann. Það að vera með jafn stóran hluta landsins á heimsminjaskrá UNESCO hefur mikið vægi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Það er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ætti að stuðla að náttúruupplifun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur reynst farsæll umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann virðist hafa nálgast mál af hógværð en festu. Heimsminjaskráning Vatnajökulsþjóðgarðs er stórt mál en um það hefur verið sátt frá upphafi. Erfiðari mál bíða hans og stjórnvalda er kalla eftir framsýni og kjarki. Mál sem reyna á sættir ólíkra sjónarmiða og stjórnmálamanninn Guðmund Inga. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa í landinu, flytur nú fréttir af yfirvofandi orkuskorti árið 2022. Þar segir að líkur séu á aflskorti sem stafi af meiri aukningu í notkun en sem nemur aukningu á nýju uppsettu afli virkjana til næstu ára. Þetta er í takti við áætlanir Orkuspárnefndar sem hefur sagt að almenn orkunotkun í landinu muni aukast um 12-16 MW á ári næstu áratugina og enn frekar vegna rafbílavæðingar. Þar er uppbygging á nýjum iðnaði og gagnaverum undanskilin. Í skýrslu nefndarinnar sem kom út árið 2018 voru dregnar upp þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun á árunum 2018 til 2050. Þar var sagt að áætluð aukning almennrar raforkunotkunar til ársins 2030 samsvari tveimur af nýjustu aflstöðvum Landsvirkjunar. Sú staðreynd að það taki sjö til fimmtán ár að sækja nýja orku hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar horft er á orkuskort eftir þrjú ár. – Hér munu kallast á sættir og festa. Vonandi flytur ráðherrann líka góðar fréttir hér.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar