Ólympíusundkappi bjargaði manni frá drukknun 8. júlí 2019 23:26 Filippo Magnini hefur unnið bronzverðlaun á Ólympíuleikunum og tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramóti í sundi. Getty/ Pier Marco Tacca Ítalski Ólympíusundkappinn Filippo Magnini bjargaði lífi manns sem var að drukkna við strendur eyjunnar Sardiníu í gær. BBC greinir frá þessu. Maðurinn sem kappinn bjargaði heitir Andrea Benedetto og hafði hann gifst unnusta sínum á eyjunni tveimur dögum áður. Nýgifta parið var að sóla sig á vindsæng í hafinu utan við Cala Sinzias ströndina austur af borginni Cagliari á Sardiníu þegar kröftug vindkviða feykti vindsænginni í loftið með þeim afleiðingum að Benedetto steyptist á kaf í vatnið sem reyndist kaldara en hann bjóst við og gat hann hvorki hreyft legg né lið. Vinir hans hrópuðu á hjálp, þá skarst Magnini í leikinn og hélt höfði Bendetto á yfirborðinu þangað til frekari aðstoð barst. Sundkappinn reyndist sneggri en strandverðirnir sem komu stuttu síðar á bát og ferjuðu Bendetto í land. Magnini var á ströndinni með kærustunni, Giorgiu Palmas, sem er þekkt sjónvarpsstjarna og fyrirsæta á Ítalíu. Hann sagði í samtali við Ítalska íþróttafréttamiðilinn, Corriere dello Sport, að maðurinn hafi verið mjög hræddur og að hann hafi gleypt nokkurn sjó. Benedetto var færður á spítala og hafði hann ekki hugmynd um að heimsfrægur sundkappi hafði bjargað lífi hans fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Ítalía Sund Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Ítalski Ólympíusundkappinn Filippo Magnini bjargaði lífi manns sem var að drukkna við strendur eyjunnar Sardiníu í gær. BBC greinir frá þessu. Maðurinn sem kappinn bjargaði heitir Andrea Benedetto og hafði hann gifst unnusta sínum á eyjunni tveimur dögum áður. Nýgifta parið var að sóla sig á vindsæng í hafinu utan við Cala Sinzias ströndina austur af borginni Cagliari á Sardiníu þegar kröftug vindkviða feykti vindsænginni í loftið með þeim afleiðingum að Benedetto steyptist á kaf í vatnið sem reyndist kaldara en hann bjóst við og gat hann hvorki hreyft legg né lið. Vinir hans hrópuðu á hjálp, þá skarst Magnini í leikinn og hélt höfði Bendetto á yfirborðinu þangað til frekari aðstoð barst. Sundkappinn reyndist sneggri en strandverðirnir sem komu stuttu síðar á bát og ferjuðu Bendetto í land. Magnini var á ströndinni með kærustunni, Giorgiu Palmas, sem er þekkt sjónvarpsstjarna og fyrirsæta á Ítalíu. Hann sagði í samtali við Ítalska íþróttafréttamiðilinn, Corriere dello Sport, að maðurinn hafi verið mjög hræddur og að hann hafi gleypt nokkurn sjó. Benedetto var færður á spítala og hafði hann ekki hugmynd um að heimsfrægur sundkappi hafði bjargað lífi hans fyrr en nokkrum klukkustundum síðar.
Ítalía Sund Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira