Erlent

„Tortímandinn“ fundinn sekur um stríðsglæpi

Kjartan Kjartansson skrifar
Ntaganda gekk undir viðurnefninu Tortímandinn.
Ntaganda gekk undir viðurnefninu Tortímandinn. Vísir/EPA
Alþjóðasakamáladómstóllinn sakfelldi Bosco Ntaganda, stríðsherra og uppreisarleiðtoga í Austur-Kongó, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Ntaganda, sem gekk undir viðurnefninu „Tortímandinn“, var dæmdur fyrir morð, nauðgun og að mynda her með börnum.

Hersveitir undir stjórn Ntaganda frömdu meðal annars fjöldamorð á 150 manns í bænum Kiwanji í austurhluta landsins árið 2008. Tveimur árum áður var hann ákærður hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum fyrir að láta börn berjast fyrir sig.

Árið 2009 gekk Ntaganda til liðs við stjórnarherinn og var gerður að hershöfðingja en hann sveikst undan merkjum þremur árum síðar. Þá fór hann fyrir uppreisnarhernum M23. Átökin leiddu til þess að um 800.000 manns hröktust frá heimilum sínum.

Ntaganda gaf sig fram í sendiráði Bandaríkjanna í Kigali árið 2013 eftir að hann varð undir í valdabaráttu innan uppreisnarhersins.

Lögmenn hans héldu því fram fyrir Alþjóðasakadómstólnum að Ntaganda væri sjálfur fórnarlamb þar sem hann hafi sjálfur verið barnahermaður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×