Sturtuferð og öryggisbelti hápunktar í eftirminnilegri Íslandsferð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 21:30 Kenísk fótboltabörn komu til Íslands í gær til að keppa á ReyCup fótboltamótinu. Börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía en íslenskt góðgerðarfélag rekur skólann. Hér upplifa börnin hluti sem þeir hafa aldrei prufað áður eins og að setja á sig öryggisbelti. Bakgrunnur verkefnisins tengist skólastarfi í Kenía. En á síðustu 10 árum hafa hjónin og Hafnfirðingarnir Paul Rames og Rosmary Atien með hjálp góðra vina safnað fjármagni til að reka skólastarf í Keníu. Félagið rekur skóla sem kallast litli Versló, leikskóla og nú fótboltalið þar í landi. „Síðan kemur upp þessi hugmynd að leyfa einu liðinu að taka þátt í ReyCup á Íslandi. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að bjóða liðinu til landsins endurgjaldslaust,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, talsmaður góðgerðarfélagsins Tears Children and Youth Aid. Þá þurfti að fjármagna allan ferðakostnað og uppihald strákanna. Góðgerðarfélagið hafði tuttugu daga til að safna ríflega þremur milljónum og það tókst. Strákarnir ganga allir í grunnskólann Litla-Versló.PAUL RAMES Heimilisaðstæður strákanna í Kenía eru erfiðar. Flestir búi við mikla fátækt og eru nokkrir þeirra munaðarlausir. Fæstir strákanna hafa farið út fyrir þorpið sitt og enginn þeirra hefur farið erlendis áður. Eins og heyra má eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir tækifærið. „Mér líður vel þegar ég sé Ísland. Við komum hingað til að spila fótbolta. Ég er spenntur yfir að vera á Íslandi. Ég er glaður. Ísland er gott land og þetta er góð borg. Þakka ykkur fyrir,“ sagði einn strákanna. Fótboltaliðið kom til landsins í gær og segir Gunnar að frá því að ferðalagið hófst hafi strákarnir upplifað heiminn á nýjan hátt „Bara það að fara í bílferð. Við þurftum að kenna þeim að nota öryggisbelti. Í morgun fengu þeir allir hver sinn fótbolta, en enginn þeirra hefur átt sinn fótbolta sjálfur,“ sagði Gunnar. Í gær fóru strákarnir í sundferð sem var hápunktur dagsins. „Ég í rauninni uppgötvaði ekki fyrr en við komum í fataklefann og fórum að gera okkur klára að þetta var í fyrsta skipti sem þeir fóru í sturtu. Það var risa stór upplifun fyrir þá og í rauninni hefðum við getað sleppt sundferðinni því sturtuferðin var svo merkileg. Það var algjörlega frábært augnablik þegar þeir hlupu og við horfðum á heilt Kenískt fótboltalið hlaupa inn í Suðurbæjarlaug og þeir hoppuðu allir ofan í laugina á sama tíma. Leikurinn í þeim og gleðin var alveg ótrúleg,“ sagði Gunnar Axel. Fótboltaliðið við komuna til ÍslandsAÐSEND MYND Íslandsvinir Kenía ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Kenísk fótboltabörn komu til Íslands í gær til að keppa á ReyCup fótboltamótinu. Börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía en íslenskt góðgerðarfélag rekur skólann. Hér upplifa börnin hluti sem þeir hafa aldrei prufað áður eins og að setja á sig öryggisbelti. Bakgrunnur verkefnisins tengist skólastarfi í Kenía. En á síðustu 10 árum hafa hjónin og Hafnfirðingarnir Paul Rames og Rosmary Atien með hjálp góðra vina safnað fjármagni til að reka skólastarf í Keníu. Félagið rekur skóla sem kallast litli Versló, leikskóla og nú fótboltalið þar í landi. „Síðan kemur upp þessi hugmynd að leyfa einu liðinu að taka þátt í ReyCup á Íslandi. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að bjóða liðinu til landsins endurgjaldslaust,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, talsmaður góðgerðarfélagsins Tears Children and Youth Aid. Þá þurfti að fjármagna allan ferðakostnað og uppihald strákanna. Góðgerðarfélagið hafði tuttugu daga til að safna ríflega þremur milljónum og það tókst. Strákarnir ganga allir í grunnskólann Litla-Versló.PAUL RAMES Heimilisaðstæður strákanna í Kenía eru erfiðar. Flestir búi við mikla fátækt og eru nokkrir þeirra munaðarlausir. Fæstir strákanna hafa farið út fyrir þorpið sitt og enginn þeirra hefur farið erlendis áður. Eins og heyra má eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir tækifærið. „Mér líður vel þegar ég sé Ísland. Við komum hingað til að spila fótbolta. Ég er spenntur yfir að vera á Íslandi. Ég er glaður. Ísland er gott land og þetta er góð borg. Þakka ykkur fyrir,“ sagði einn strákanna. Fótboltaliðið kom til landsins í gær og segir Gunnar að frá því að ferðalagið hófst hafi strákarnir upplifað heiminn á nýjan hátt „Bara það að fara í bílferð. Við þurftum að kenna þeim að nota öryggisbelti. Í morgun fengu þeir allir hver sinn fótbolta, en enginn þeirra hefur átt sinn fótbolta sjálfur,“ sagði Gunnar. Í gær fóru strákarnir í sundferð sem var hápunktur dagsins. „Ég í rauninni uppgötvaði ekki fyrr en við komum í fataklefann og fórum að gera okkur klára að þetta var í fyrsta skipti sem þeir fóru í sturtu. Það var risa stór upplifun fyrir þá og í rauninni hefðum við getað sleppt sundferðinni því sturtuferðin var svo merkileg. Það var algjörlega frábært augnablik þegar þeir hlupu og við horfðum á heilt Kenískt fótboltalið hlaupa inn í Suðurbæjarlaug og þeir hoppuðu allir ofan í laugina á sama tíma. Leikurinn í þeim og gleðin var alveg ótrúleg,“ sagði Gunnar Axel. Fótboltaliðið við komuna til ÍslandsAÐSEND MYND
Íslandsvinir Kenía ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira