Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 18:15 Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Fjórir dómarar hafa ekki sinnt störfum við réttinn síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómara við réttinn. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins Staða Landsréttar hefur verið ofarlega á baugi síðustu daga. Málsmeðferðartími hefur verið langur sökum þess að rétturinn er ekki fullskipaður. RÚV greindi frá því í gær að skrifstofustjóri Landsréttar áætli að um áramótin verði óafgreidd áfrýjuð mál samtals 482. Dómsmálaráðherra óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá Landsrétti um fjölda óafgreiddra mála og stöðuna almennt. Verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. „Og nú er rétturinn í leyfi. Við gerum ráð fyrir því að fá niðurstöðu um það hvort málið er tekið fyrir eða ekki í byrjun september. Nú erum við einfaldlega að vinna úr þessum erindum og undirbúa okkur samkvæmt því verklagi sem ég hef áður talað um, að vera klár með viðbrögð þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra.Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í mai.Vísir/EPALjóst er að til þess að fjölga dómurum við Landsrétt þarf lagabreytingu. Möguleiki sem ekki krefst lagabreytingu er að dómararnir fari í launað leyfi. Þurfi þeir þá að óska eftir leyfinu sjálfir. Óvíst er hvort dómararnir hafi hug á því. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í maí. Aðspurð í ljósi stöðunnar hvort eftir á að hyggja hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu áfram til yfirdeildarinnar segir hún að svo hafi verið. „Já í mínum huga er það það, því við vorum ósammála niðurstöðunni og þetta er sá farvegur sem er til staðar fyrir aðildarríki að Mannréttindadómstólnum þannig við að sjálfsögðu viljum láta á það reyna. Svo kemur í ljós hvort málið er tekið fyrir eða ekki. Ég geri ráð fyrir að það verði tekið fyrir en það kemur bara í ljós og við þá tökum ákvörðun út frá því þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Fjórir dómarar hafa ekki sinnt störfum við réttinn síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómara við réttinn. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins Staða Landsréttar hefur verið ofarlega á baugi síðustu daga. Málsmeðferðartími hefur verið langur sökum þess að rétturinn er ekki fullskipaður. RÚV greindi frá því í gær að skrifstofustjóri Landsréttar áætli að um áramótin verði óafgreidd áfrýjuð mál samtals 482. Dómsmálaráðherra óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá Landsrétti um fjölda óafgreiddra mála og stöðuna almennt. Verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. „Og nú er rétturinn í leyfi. Við gerum ráð fyrir því að fá niðurstöðu um það hvort málið er tekið fyrir eða ekki í byrjun september. Nú erum við einfaldlega að vinna úr þessum erindum og undirbúa okkur samkvæmt því verklagi sem ég hef áður talað um, að vera klár með viðbrögð þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra.Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í mai.Vísir/EPALjóst er að til þess að fjölga dómurum við Landsrétt þarf lagabreytingu. Möguleiki sem ekki krefst lagabreytingu er að dómararnir fari í launað leyfi. Þurfi þeir þá að óska eftir leyfinu sjálfir. Óvíst er hvort dómararnir hafi hug á því. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í maí. Aðspurð í ljósi stöðunnar hvort eftir á að hyggja hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu áfram til yfirdeildarinnar segir hún að svo hafi verið. „Já í mínum huga er það það, því við vorum ósammála niðurstöðunni og þetta er sá farvegur sem er til staðar fyrir aðildarríki að Mannréttindadómstólnum þannig við að sjálfsögðu viljum láta á það reyna. Svo kemur í ljós hvort málið er tekið fyrir eða ekki. Ég geri ráð fyrir að það verði tekið fyrir en það kemur bara í ljós og við þá tökum ákvörðun út frá því þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira