Selfyssingar fagna veðurstöð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2019 22:30 Selfyssingar hafa nú fengið sína eigin veðurstöð frá Veðurstofu Íslands. Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. Nýja veðurstöðin er staðsett á hesthúsasvæðinu á Selfossi, eða á Brávöllum, sem er félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Starfsmenn Veðurstofunnar sáu um að koma stöðinni upp en hún er sjálfvirk á allan hátt. Sveitarfélagið Árborg greiðir um eina milljón króna á ári fyrir veðurstöðina til Veðurstofunnar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar hefur barist fyrir því í níu ár að stöðinni yrði komið upp. „Stöðin mælir vindhraða í tíu metra hæð frá jörðu, líka lofthita í tveggja metra hæð frá jörðu, svo mælir hún úrkomu og rakastig í lofti“, segir Tómas Ellert. En var nauðsynlegt að fá veðurstöð á Selfoss? „Algjörlega nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að við þurfum á henni að halda varðandi það að við erum að fara í miklar veituframkvæmdir þannig að hún nýtist þannig til að fylgjast með úrkomu og hún getur sparað okkur jafnvel kostnað í stærð á rörum og slíku“. Tómas Ellert segir að stöðin muni að sjálfsögðu nýtast íbúum og almenningi í landinu mjög vel því á vef Veðurstofunnar séu alltaf nýjustu upplýsingar um veðrið á Selfossi. Þá má geta þess að önnur veðurstöð er í Árborg en hún er á Eyrarbakka. „Þær sýna mismunandi niðurstöður, það geta t.d. verið gagnstæðar vindáttir annars vegar á Eyrarbakka og hins vegar á Selfossi og hitastigið er líka misjafnt“. Tómas Ellert er mjög montinn af nýju veðurstöðinni og hann segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu það líka. „Til hamingju Selfyssingar með því að vera loksins komnir á kortið“.Það tók níu ár að fá veðurstöðina setta upp á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Veður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Sjá meira
Selfyssingar hafa nú fengið sína eigin veðurstöð frá Veðurstofu Íslands. Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. Nýja veðurstöðin er staðsett á hesthúsasvæðinu á Selfossi, eða á Brávöllum, sem er félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Starfsmenn Veðurstofunnar sáu um að koma stöðinni upp en hún er sjálfvirk á allan hátt. Sveitarfélagið Árborg greiðir um eina milljón króna á ári fyrir veðurstöðina til Veðurstofunnar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar hefur barist fyrir því í níu ár að stöðinni yrði komið upp. „Stöðin mælir vindhraða í tíu metra hæð frá jörðu, líka lofthita í tveggja metra hæð frá jörðu, svo mælir hún úrkomu og rakastig í lofti“, segir Tómas Ellert. En var nauðsynlegt að fá veðurstöð á Selfoss? „Algjörlega nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að við þurfum á henni að halda varðandi það að við erum að fara í miklar veituframkvæmdir þannig að hún nýtist þannig til að fylgjast með úrkomu og hún getur sparað okkur jafnvel kostnað í stærð á rörum og slíku“. Tómas Ellert segir að stöðin muni að sjálfsögðu nýtast íbúum og almenningi í landinu mjög vel því á vef Veðurstofunnar séu alltaf nýjustu upplýsingar um veðrið á Selfossi. Þá má geta þess að önnur veðurstöð er í Árborg en hún er á Eyrarbakka. „Þær sýna mismunandi niðurstöður, það geta t.d. verið gagnstæðar vindáttir annars vegar á Eyrarbakka og hins vegar á Selfossi og hitastigið er líka misjafnt“. Tómas Ellert er mjög montinn af nýju veðurstöðinni og hann segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu það líka. „Til hamingju Selfyssingar með því að vera loksins komnir á kortið“.Það tók níu ár að fá veðurstöðina setta upp á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Veður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Sjá meira