Innlent

Kenísku fótboltastrákarnir sem Íslendingar söfnuðu fyrir komnir til landsins

Eiður Þór Árnason skrifar
Strákarnir voru þreyttir eftir langt ferðalag.
Strákarnir voru þreyttir eftir langt ferðalag. Aðsend mynd
Kenísku fótboltabörnin frá Got Agulu komu til Íslands í dag eftir langt ferðalag. Börnin komu hingað til að keppa á Rey Cup-fótboltamótinu sem haldið verður í Laugardalnum.

Paul Ramses, ásamt konu sinni og með hjálp íslenskra vina, stofnaði góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þetta gera þau með því að selja kenískt handverk á Íslandi. Lengi hefur verið stefnt að því að fótboltalið skólans, sem samanstendur af 12-15 ára drengjum komi til landsins til að keppa á mótinu.

Rey Cup, sem skipulagt er af Þrótti, býður liðinu á mótið svo þeir þurfa ekki að borga mótsgjald og FH, Haukar og Breiðablik hafa gefið börnunum búninga. Að lokum var staðið fyrir söfnun meðal almennings fyrir ferðakostnaði hópsins, sem gekk vonum framar.


Tengdar fréttir

Kenísk fótboltabörn þakklát Íslendingum

Fjórtán kenískir drengir stefna á þátttöku í fótboltamóti á Íslandi í sumar. Fótboltinn gefur þeim aukið tækifæri í lífinu og þeir eru þakklátir Íslendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×