Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2019 15:59 Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu. AP Norður-Kórea gaf út í dag að Alek Sigley, ástralski stúdentinn sem var í haldi norður-kóreskra yfirvalda í heila viku, hafi gerst sekur um að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Einnig er hann sakaður um að hafa stundað njósnir með því að senda ljósmyndir og annað efni til fréttamiðla sem eru gagnrýnir á stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sigley var leystur úr haldi síðasta fimmtudag. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði Sigley hafa viðurkennt brot sín og gengist við því að hafa safnað gögnum með kerfisbundnum hætti um stöðu mála innanlands. Jafnframt var greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi vísað Sigley úr landi eftir að hann baðst ítrekað fyrirgefningar á athæfi sínu. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður verið sökuð um að notfæra sér Vesturlandabúa til þess að fá fram tilslakanir í viðræðum sínum við erlend stjórnvöld. Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. Þar greindi Sigley reglulega frá því frelsi sem hann upplifði í borginni og voru frásagnir hans oft í ósamræmi við þá neikvæðu ásýnd sem flestir Vesturlandabúar hafa af Norður-Kóreu. Ekki mátti þar sjá neina augljósa gagnrýni á stjórnvöld í Norður-Kóreu, og eins var með þá pistla sem eftir hann birtust í vestrænum fjölmiðlum. Eftir að Sigley var leystur úr haldi flaug hann til Beijing og fór þaðan til Tókíó þar sem hann hitti loks japanska eiginkonu sína, en þau giftu sig í Pyongyang. Sigley sagði blaðamönnum á flugvellinum að ástand sitt væri mjög gott. Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu. Ástralía Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Norður-Kórea gaf út í dag að Alek Sigley, ástralski stúdentinn sem var í haldi norður-kóreskra yfirvalda í heila viku, hafi gerst sekur um að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Einnig er hann sakaður um að hafa stundað njósnir með því að senda ljósmyndir og annað efni til fréttamiðla sem eru gagnrýnir á stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sigley var leystur úr haldi síðasta fimmtudag. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði Sigley hafa viðurkennt brot sín og gengist við því að hafa safnað gögnum með kerfisbundnum hætti um stöðu mála innanlands. Jafnframt var greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi vísað Sigley úr landi eftir að hann baðst ítrekað fyrirgefningar á athæfi sínu. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður verið sökuð um að notfæra sér Vesturlandabúa til þess að fá fram tilslakanir í viðræðum sínum við erlend stjórnvöld. Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. Þar greindi Sigley reglulega frá því frelsi sem hann upplifði í borginni og voru frásagnir hans oft í ósamræmi við þá neikvæðu ásýnd sem flestir Vesturlandabúar hafa af Norður-Kóreu. Ekki mátti þar sjá neina augljósa gagnrýni á stjórnvöld í Norður-Kóreu, og eins var með þá pistla sem eftir hann birtust í vestrænum fjölmiðlum. Eftir að Sigley var leystur úr haldi flaug hann til Beijing og fór þaðan til Tókíó þar sem hann hitti loks japanska eiginkonu sína, en þau giftu sig í Pyongyang. Sigley sagði blaðamönnum á flugvellinum að ástand sitt væri mjög gott. Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu.
Ástralía Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32
Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34
Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27
Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00