Fótbolti

Fyrsti leikur Kolbeins í byrjunarliði í tæp þrjú ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn og félagar í AIK eru þremur stigum á toppnum í Svíþjóð.
Kolbeinn og félagar í AIK eru þremur stigum á toppnum í Svíþjóð. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði AIK þegar liðið bar sigurorð af Kalmar, 0-1, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Kolbeinn hafði komið þrisvar sinnum inn á sem varamaður hjá AIK í deildinni á tímabilinu en fékk tækifæri í byrjunarliði meistaranna í dag.

Þetta var ekki bara fyrsti leikur Kolbeins í byrjunarliði AIK heldur fyrsti leikur hans í byrjunarliði hjá aðalliði félagsliðs í tæp þrjú ár. Hann byrjaði síðast inn á í leik Nantes og Bordeaux í frönsku úrvalsdeildinni 28. ágúst 2016, eða fyrir 1043 dögum.

Kolbeinn lék fyrstu 70 mínúturnar í leiknum í dag og nældi sér í gult spjald skömmu fyrir hálfleik. Chinedu Obasi skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu. 

AIK er í 2. sæti deildarinnar með 28 stig, þremur stigum á eftir toppliði Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×