Er hægt að vinna Jon Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. júlí 2019 10:30 Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. Jon Jones mætir Thiago Santos í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 239. Jones er ríkjandi meistari í léttþungavigt og hefur verið duglegur að berjast að undanförnu eftir að hafa verið í brasi utan búrsins. Þar sem Jones var lengi á hliðarlínunni vill hann vinna upp tapaðan tíma og berjast sem oftast. Bardaginn í nótt verður hans þriðji á rúmum sex mánuðum og vill hann nú sigra hvern áskorandann á eftir öðrum. Áskorandinn í kvöld er Brasilíumaðurinn Thiago Santos. Santos er mikill rotari og með gríðarlega þung spörk sem geta valdið skaða. Santos hefur unnið 11 bardaga með rothöggi í UFC en aðeins Vitor Belfort hefur unnið fleiri bardaga í UFC með rothöggi. Þá hefur hann klárað fjóra bardaga með spörkum í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga með spörkum í UFC. Allt þetta ætti að gefa til kynna að þetta verði spennandi bardagi en yfirburðir Jon Jones eru slíkir að nánast enginn telur að Santos eigi möguleika gegn Jones. Jones hefur sýnt það mikla yfirburði á sínum ferli að það er í raun heimskulegt að veðja gegn honum. Hann hefur enga veikleika sýnt, aldrei verið kýldur niður, aldrei verið vankaður og komist nokkuð létt í gegnum alla sína bardaga fyrir utan fyrri bardagann gegn Alexander Gustafsson. Jones er auk þess bara 31 árs og virðist enn vera að bæta sig. Hann hefur verið það góður í búrinu að sérfræðingar og virtustu þjálfarar heims spyrja sig hvort hægt sé að vinna hann. Það má samt ekki gleyma því að það þarf bara eitt högg (eða spark) í MMA og er Santos með kraftinn til að meiða Jones. Spurningin er bara hvort Jones gefi færi á sér í nótt. UFC 239 fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2:00. MMA Tengdar fréttir Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. Jon Jones mætir Thiago Santos í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 239. Jones er ríkjandi meistari í léttþungavigt og hefur verið duglegur að berjast að undanförnu eftir að hafa verið í brasi utan búrsins. Þar sem Jones var lengi á hliðarlínunni vill hann vinna upp tapaðan tíma og berjast sem oftast. Bardaginn í nótt verður hans þriðji á rúmum sex mánuðum og vill hann nú sigra hvern áskorandann á eftir öðrum. Áskorandinn í kvöld er Brasilíumaðurinn Thiago Santos. Santos er mikill rotari og með gríðarlega þung spörk sem geta valdið skaða. Santos hefur unnið 11 bardaga með rothöggi í UFC en aðeins Vitor Belfort hefur unnið fleiri bardaga í UFC með rothöggi. Þá hefur hann klárað fjóra bardaga með spörkum í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga með spörkum í UFC. Allt þetta ætti að gefa til kynna að þetta verði spennandi bardagi en yfirburðir Jon Jones eru slíkir að nánast enginn telur að Santos eigi möguleika gegn Jones. Jones hefur sýnt það mikla yfirburði á sínum ferli að það er í raun heimskulegt að veðja gegn honum. Hann hefur enga veikleika sýnt, aldrei verið kýldur niður, aldrei verið vankaður og komist nokkuð létt í gegnum alla sína bardaga fyrir utan fyrri bardagann gegn Alexander Gustafsson. Jones er auk þess bara 31 árs og virðist enn vera að bæta sig. Hann hefur verið það góður í búrinu að sérfræðingar og virtustu þjálfarar heims spyrja sig hvort hægt sé að vinna hann. Það má samt ekki gleyma því að það þarf bara eitt högg (eða spark) í MMA og er Santos með kraftinn til að meiða Jones. Spurningin er bara hvort Jones gefi færi á sér í nótt. UFC 239 fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2:00.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum