Matvælastofnun óskaði í dag eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir fiskeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreks- og Tálknafirði. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi í september og hafa þau síðan starfað samkvæmt bráðabirgðarekstrarleyfi Matvælastofnunar.
Leyfin voru felld í gildi þar sem nefndin taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið.
Í tilkynningu frá Matvælastofnun um tillögu að rekstrarleyfi fyrir fyrirtækin að unnið hafi verið með eldri umsókn og ný gögn sem þau hafi lagt fram vegna eldisins.
Frestur til að skila inn athugasemdum um tillögurnar er til 2. ágústs.

