Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður hjá íþróttadeild Stöðvar 2 Sports og Vísis, verður nýr þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar í vetur. Henry tekur við hlutverkinu af Tómasi Þór Þórðarsyni.
Sveinn Benedikt Rögnvaldsson verður framleiðandi þáttarins en hann hefur, eins og Henry, tæplega 20 ára reynslu af umfjöllun um íþróttir hjá Stöð 2 Sport og forverum stöðvarinnar.
Henry Birgir hefur mikla reynslu af umfjöllun um handbolta, bæði í efstu deildum hér innanlands en einnig hefur hann fylgt eftir íslenska karlalandsliðinu í handbolta á fjölda stórmóta síðustu 15 árin.
Sérfræðingateymi þáttarins verður kynnt síðar en nýtt tímabil í Olísdeild karla hefst 8. september. Olísdeild kvenna hefst 14. september.
