Höfða mál vegna hávaðasams hana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2019 21:11 Maurice ásamt eiganda sínum, Corinne Fesseau, á góðri stundu. Vísir/Getty Hávaðasamt hanagal varð kveikjan að undarlegum málaferlum sem nú standa yfir í Frakklandi. Eldri hjón hafa höfðað mál þar sem þau krefjast þess að eitthvað verði gert í háværu gali hanans Maurice í franska þorpinu Saint-Pierre-d‘Oléron. Hjónin saka Maurice um hljóðmengun, en hann býr í næsta húsi við heimili þeirra. Eigandi Maurice, Corinne Fesseau, segir hann einungis vera að gera það sem hönum er tamt, en eins og mörgum er kennt frá unga aldri þá eiga hanar það til að gala. Hvorki Maurice né hin kvartandi hjón voru viðstödd þegar réttur í bænum Rochefort tók málið fyrir í dag. Maurice hefur þó sterkt bakland, en stór hópur hænsnabænda var saman kominn fyrir utan dómshúsið til þess að sýna hananum stuðning. Hjónin, þau Jean-Louis Biron og Joëlle Andrieux, byggðu sér sumarhús í þorpinu Saint-Pierre-d'Oléron fyrir um 15 árum. Síðan þá hafa þau bæði hætt að vinna og fluttu alfarið í húsið, með það fyrir augum að njóta efri áranna í kyrrð og ró. Þau segja hins vegar að vandamál tengd „óþarflega hávaðasömu gali“ Maurice, hafi farið að láta á sér kræla fyrir um tveimur árum síðan. Þau hafi kvartað til eiganda Maurice, sem búið hefur í þorpinu í á fjórða tug ára. Það varð upphafið að deilunni um Maurice sem hefur ítrekað komist í fréttirnar í heimalandinu og stendur nú sem hæst, þar sem dómstólar taka málið fyrir. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa margir velt því upp að málinu hafi tekist að fanga viðvarandi átök í Frakklandi, milli þeirra sem líta á landsbyggðina sem áfangastað í fríinu annars vegar, og þeirra sem raunverulega búa þar hins vegar. Dómsúrskurðar í máli Maurice er að vænta í september. Þá kemur í ljós hvort eitthvað þurfi að gera í hanagalinu. Dýr Frakkland Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Hávaðasamt hanagal varð kveikjan að undarlegum málaferlum sem nú standa yfir í Frakklandi. Eldri hjón hafa höfðað mál þar sem þau krefjast þess að eitthvað verði gert í háværu gali hanans Maurice í franska þorpinu Saint-Pierre-d‘Oléron. Hjónin saka Maurice um hljóðmengun, en hann býr í næsta húsi við heimili þeirra. Eigandi Maurice, Corinne Fesseau, segir hann einungis vera að gera það sem hönum er tamt, en eins og mörgum er kennt frá unga aldri þá eiga hanar það til að gala. Hvorki Maurice né hin kvartandi hjón voru viðstödd þegar réttur í bænum Rochefort tók málið fyrir í dag. Maurice hefur þó sterkt bakland, en stór hópur hænsnabænda var saman kominn fyrir utan dómshúsið til þess að sýna hananum stuðning. Hjónin, þau Jean-Louis Biron og Joëlle Andrieux, byggðu sér sumarhús í þorpinu Saint-Pierre-d'Oléron fyrir um 15 árum. Síðan þá hafa þau bæði hætt að vinna og fluttu alfarið í húsið, með það fyrir augum að njóta efri áranna í kyrrð og ró. Þau segja hins vegar að vandamál tengd „óþarflega hávaðasömu gali“ Maurice, hafi farið að láta á sér kræla fyrir um tveimur árum síðan. Þau hafi kvartað til eiganda Maurice, sem búið hefur í þorpinu í á fjórða tug ára. Það varð upphafið að deilunni um Maurice sem hefur ítrekað komist í fréttirnar í heimalandinu og stendur nú sem hæst, þar sem dómstólar taka málið fyrir. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa margir velt því upp að málinu hafi tekist að fanga viðvarandi átök í Frakklandi, milli þeirra sem líta á landsbyggðina sem áfangastað í fríinu annars vegar, og þeirra sem raunverulega búa þar hins vegar. Dómsúrskurðar í máli Maurice er að vænta í september. Þá kemur í ljós hvort eitthvað þurfi að gera í hanagalinu.
Dýr Frakkland Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira