Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpinu hafi verið óheimilt að kosta sjónvarpsþættina #12stig og Alla leið sem sýndir voru á RÚV fyrr á þessu ári. Síminn kvartaði til nefndarinnar vegna kostunar RÚV á umræddum þáttum. Fallið var frá sekt í málinu. Þá er það niðurstaða nefndarinnar að Ríkisútvarpinu hafi verið óheimilt að rjúfa sama þátt með auglýsingum.
Báðir þættir tengjast Söngvakeppni RÚV og Eurovision. #12stig var spjallþáttur sem sýndur var laugardaginn 23. febrúar þar sem rætt var við alla keppendur sem komnir voru í úrslit Söngvakeppninnar, undankeppni Eurovision. Þættirnir Alla leið voru alls fjórir þar sem álitsgjafar voru fengnir til að spá í spilin fyrir Eurovision í Tel Aviv í Ísrael.
Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er aðeins heimilt að kosta íburðarmikla dagskrárliði annars vegar og innlenda íþróttaviðburði og umfjöllun um þá hins vegar. Í niðurstöðu fjölmiðlanefndar kemur fram að nefndin telji þættina Alla leið og #12stig falla utan hugtaksins íburðarmikill dagskrárliður.
Í báðum tilfellum var það niðurstaða nefndarinnar að Ríkisútvarpið hefði brotið eigin lög. Var fallið frá sektarákvörðun í báðum málum.
Úrskurði fjölmiðlanefndar má lesa hér og hér.
Óheimil kostun hjá RÚV í tvígang
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Vaka stýrir Collab
Viðskipti innlent


Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Greiðsluáskorun
Samstarf
Fleiri fréttir
