Mál zúista gegn ríkinu vegna sóknargjalda tekið fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 10:44 Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafa haldið því fram að þeir vilji reisa í Reykjavík. Zuism.is Fyrsta fyrirtaka í máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir frá áramótum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sóknargjöldunum hefur verið haldið eftir vegna vafa um að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um slík félög. Aðstandendur Zuism stefndu íslenska ríkinu í apríl vegna sóknargjaldanna sem námu þá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, sagði Vísi þá að vafi léki á því hvort að félagið uppfyllti skilyrði laga „í nokkuð víðtækum skilningi“. Um leið og kæran var lögð fram sendi almannatengill sem starfað hefur fyrir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann Zuism, Vísi afrit af kvörtun undan lögfræðingi hjá sýslumannsembættinu sem félagið var sagt hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Leynd hefur ríkt yfir trúfélaginu Zuism og fjármálum þess undanfarin ár. Það var skráð trúfélag árið 2013. Stofnendurnir voru þeir Einar og Ágúst Arnar Ágústsson og Ólafur Helgi Þorgrímsson. Bræðurnir hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Ólafur Helgi var nýlega dæmdur fyrir stórfelld skattsvik í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna. Félagið hefur lofað safnaðarmeðlimum endurgreiðslum á sóknargjöldum undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur aftur á móti aldrei viljað upplýsa um hversu margir hafa fengið sóknargjöldin endurgreidd eða hversu hátt hlutfall sóknargjalda sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt til félagsmanna. Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þeim fjármunum hefur verið varið. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað átta milljónum króna. Þar voru skráðar 35,6 milljónir króna í gjöld undir „óvenjulegum liðum“. Zuism Tengdar fréttir Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16 Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fyrsta fyrirtaka í máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir frá áramótum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sóknargjöldunum hefur verið haldið eftir vegna vafa um að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um slík félög. Aðstandendur Zuism stefndu íslenska ríkinu í apríl vegna sóknargjaldanna sem námu þá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, sagði Vísi þá að vafi léki á því hvort að félagið uppfyllti skilyrði laga „í nokkuð víðtækum skilningi“. Um leið og kæran var lögð fram sendi almannatengill sem starfað hefur fyrir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann Zuism, Vísi afrit af kvörtun undan lögfræðingi hjá sýslumannsembættinu sem félagið var sagt hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Leynd hefur ríkt yfir trúfélaginu Zuism og fjármálum þess undanfarin ár. Það var skráð trúfélag árið 2013. Stofnendurnir voru þeir Einar og Ágúst Arnar Ágústsson og Ólafur Helgi Þorgrímsson. Bræðurnir hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Ólafur Helgi var nýlega dæmdur fyrir stórfelld skattsvik í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna. Félagið hefur lofað safnaðarmeðlimum endurgreiðslum á sóknargjöldum undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur aftur á móti aldrei viljað upplýsa um hversu margir hafa fengið sóknargjöldin endurgreidd eða hversu hátt hlutfall sóknargjalda sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt til félagsmanna. Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þeim fjármunum hefur verið varið. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað átta milljónum króna. Þar voru skráðar 35,6 milljónir króna í gjöld undir „óvenjulegum liðum“.
Zuism Tengdar fréttir Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16 Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16
Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40
Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00
Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47
Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00