Mál zúista gegn ríkinu vegna sóknargjalda tekið fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 10:44 Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafa haldið því fram að þeir vilji reisa í Reykjavík. Zuism.is Fyrsta fyrirtaka í máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir frá áramótum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sóknargjöldunum hefur verið haldið eftir vegna vafa um að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um slík félög. Aðstandendur Zuism stefndu íslenska ríkinu í apríl vegna sóknargjaldanna sem námu þá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, sagði Vísi þá að vafi léki á því hvort að félagið uppfyllti skilyrði laga „í nokkuð víðtækum skilningi“. Um leið og kæran var lögð fram sendi almannatengill sem starfað hefur fyrir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann Zuism, Vísi afrit af kvörtun undan lögfræðingi hjá sýslumannsembættinu sem félagið var sagt hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Leynd hefur ríkt yfir trúfélaginu Zuism og fjármálum þess undanfarin ár. Það var skráð trúfélag árið 2013. Stofnendurnir voru þeir Einar og Ágúst Arnar Ágústsson og Ólafur Helgi Þorgrímsson. Bræðurnir hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Ólafur Helgi var nýlega dæmdur fyrir stórfelld skattsvik í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna. Félagið hefur lofað safnaðarmeðlimum endurgreiðslum á sóknargjöldum undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur aftur á móti aldrei viljað upplýsa um hversu margir hafa fengið sóknargjöldin endurgreidd eða hversu hátt hlutfall sóknargjalda sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt til félagsmanna. Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þeim fjármunum hefur verið varið. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað átta milljónum króna. Þar voru skráðar 35,6 milljónir króna í gjöld undir „óvenjulegum liðum“. Zuism Tengdar fréttir Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16 Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Fyrsta fyrirtaka í máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir frá áramótum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sóknargjöldunum hefur verið haldið eftir vegna vafa um að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um slík félög. Aðstandendur Zuism stefndu íslenska ríkinu í apríl vegna sóknargjaldanna sem námu þá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, sagði Vísi þá að vafi léki á því hvort að félagið uppfyllti skilyrði laga „í nokkuð víðtækum skilningi“. Um leið og kæran var lögð fram sendi almannatengill sem starfað hefur fyrir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann Zuism, Vísi afrit af kvörtun undan lögfræðingi hjá sýslumannsembættinu sem félagið var sagt hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Leynd hefur ríkt yfir trúfélaginu Zuism og fjármálum þess undanfarin ár. Það var skráð trúfélag árið 2013. Stofnendurnir voru þeir Einar og Ágúst Arnar Ágústsson og Ólafur Helgi Þorgrímsson. Bræðurnir hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Ólafur Helgi var nýlega dæmdur fyrir stórfelld skattsvik í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna. Félagið hefur lofað safnaðarmeðlimum endurgreiðslum á sóknargjöldum undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur aftur á móti aldrei viljað upplýsa um hversu margir hafa fengið sóknargjöldin endurgreidd eða hversu hátt hlutfall sóknargjalda sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt til félagsmanna. Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þeim fjármunum hefur verið varið. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað átta milljónum króna. Þar voru skráðar 35,6 milljónir króna í gjöld undir „óvenjulegum liðum“.
Zuism Tengdar fréttir Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16 Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16
Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40
Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00
Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47
Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00