Holland varð að einu besta liði heims í kjölfar þess að Dagný sendi þær heim af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 13:30 Hollenska landsliðið fagnar sigri í gær. Vísir/Getty Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er ríkjandi Evrópumeistari og er nú komið alla leið í úrslitaleikinn á HM í Frakklandi þar sem liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Hollenska landsliðið hafði aldrei spilað til úrslita á stórmóti fyrir Evrópumótið 2017 en er nú að fara að spila sinn annan úrslitaleik í röð. Það hefur mikið breyst hjá hollenska landsliðinu á sex árum en sumarið 2013 olli liðið miklum vonbrigðum á EM í Svíþjóð. Íslenska kvennalandsliðið var með þeim hollensku í riðli á EM í Svíþjóð 2013 og sendi þær heim með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppninnar. Íslensku stelpurnar komust í átta liða úrslitin en Holland endaði í neðsta sæti riðilsins og var úr leik. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins með laglegum skalla á 29. mínútu leiksins. Seinna kom í ljós að Dagný hafði spilað þennan leik fótbrotin. Hún hafði brotið bátsbeinið rétt fyirr neðan ökkla. Dagný harkaði af sér og var hetja íslenska liðsins.Klippa: Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslit á EM Hollenska landsliðið sýndi strax batamerki á HM í Kanada 2015 þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin en þetta var fyrsta heimsmeistaramót liðsins. Tveimur árum síðan fóru þær hollensku á kostum á heimavelli og urðu Evrópumeistarar eftir 4-2 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Tveir af markaskorurum liðsins í úrslitaleik EM 2017, Lieke Martens og Sherida Spitse, höfðu spilað leikinn örlagaríka á móti Íslandi. Liðið var hins vegar búið að skipta framherjanum Manon Melis út fyrir ungstirnið Vivianne Miedema sem skoraði tvívegis í úrslitaleiknum. Hollenska landsliðið hefur síðan fest sig í sessi með frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í ár. Liðið hefur unnið alla sex leiki sína í keppninni þar á meðal Japan í sextán liða úrslitum, Ítalíu í átta liða úrslitum og loks Svíþjóð í undanúrslitunum í gær. Lieke Martens og Sherida Spitse eru enn þá í stórum hlutverkum og aðeins einn annar leikmaður spilaði bæði leikinn á móti Íslandi og undanúrslitaleikinn í gær. Það var Daniëlle van de Donk. Það er því óhætt að segja að Sarina Wiegman hafi hreinsað vel til í landsliðinu þegar hún tók við. Holland mætir Bandaríkjunum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Bandaríska liðið er miklu sigurstranglegra fyrir leikinn en það verður fróðlegt að sjá hvað þær hollensku ná að bíta frá sér. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er ríkjandi Evrópumeistari og er nú komið alla leið í úrslitaleikinn á HM í Frakklandi þar sem liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Hollenska landsliðið hafði aldrei spilað til úrslita á stórmóti fyrir Evrópumótið 2017 en er nú að fara að spila sinn annan úrslitaleik í röð. Það hefur mikið breyst hjá hollenska landsliðinu á sex árum en sumarið 2013 olli liðið miklum vonbrigðum á EM í Svíþjóð. Íslenska kvennalandsliðið var með þeim hollensku í riðli á EM í Svíþjóð 2013 og sendi þær heim með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppninnar. Íslensku stelpurnar komust í átta liða úrslitin en Holland endaði í neðsta sæti riðilsins og var úr leik. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins með laglegum skalla á 29. mínútu leiksins. Seinna kom í ljós að Dagný hafði spilað þennan leik fótbrotin. Hún hafði brotið bátsbeinið rétt fyirr neðan ökkla. Dagný harkaði af sér og var hetja íslenska liðsins.Klippa: Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslit á EM Hollenska landsliðið sýndi strax batamerki á HM í Kanada 2015 þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin en þetta var fyrsta heimsmeistaramót liðsins. Tveimur árum síðan fóru þær hollensku á kostum á heimavelli og urðu Evrópumeistarar eftir 4-2 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Tveir af markaskorurum liðsins í úrslitaleik EM 2017, Lieke Martens og Sherida Spitse, höfðu spilað leikinn örlagaríka á móti Íslandi. Liðið var hins vegar búið að skipta framherjanum Manon Melis út fyrir ungstirnið Vivianne Miedema sem skoraði tvívegis í úrslitaleiknum. Hollenska landsliðið hefur síðan fest sig í sessi með frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í ár. Liðið hefur unnið alla sex leiki sína í keppninni þar á meðal Japan í sextán liða úrslitum, Ítalíu í átta liða úrslitum og loks Svíþjóð í undanúrslitunum í gær. Lieke Martens og Sherida Spitse eru enn þá í stórum hlutverkum og aðeins einn annar leikmaður spilaði bæði leikinn á móti Íslandi og undanúrslitaleikinn í gær. Það var Daniëlle van de Donk. Það er því óhætt að segja að Sarina Wiegman hafi hreinsað vel til í landsliðinu þegar hún tók við. Holland mætir Bandaríkjunum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Bandaríska liðið er miklu sigurstranglegra fyrir leikinn en það verður fróðlegt að sjá hvað þær hollensku ná að bíta frá sér.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn