Allir leikmenn Perú vildu greinilega kossinn frá leikkonunni og hún er búin að velja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 09:00 Leikmenn Peru fagna og til vinstri er umrædd Stephanie Cayo. Mynd/Samsett/AP og Getty Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins. Liðið sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og tapaði meðal annars 5-0 fyrir Brasilíu í riðlakeppninni er nú komið alla leið í úrslitaleikinn. Það er allt sem bendir til þess að loforð leikkonunnar fallegu Stephanie Cayo hafi heldur betur kveikt í perúsku landsliðsmönnunum. Frammistaða þeirra sá líka til þess að Perú mætir Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Y ahora BRASIL... pic.twitter.com/pRcx3MA0Y7 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Stephanie Cayo er mikil fótboltaáhugakona og lofaði þeim leikmanni landsliðsins kossi sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Hin gullfallega Stephanie er leikkona, söngkona og fyrirsæta. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum Club de Cuervos sem eru um ríka fjölskyldu sem á fótboltalið. Perúska liðið spilaði sinn langbesta leik í keppninni í nótt, skoraði þrjú mörk og hélt marki sínu hreinu. Það voru því margar hetjur hjá liðinu. Enginn skoraði tvö mörk og ekki fær einn af markaskorurum liðsins kossinn. Stephanie Cayo birti val sitt á Twitter. Hún valdi markvörðinn Pedro Gallese. Pedro Gallese varði nokkrum sinnum vel frá Sílemönnum í seinni hálfleiknum og endaði síðan leikinn á því að verja víti. Hér fyrir neðan má sjá val Stephanie Cayo.Gallese — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Hún hrósaði líka öllu liðinu og að þeir hafi spilað eins og eitt lið í þessum leik. Þeir ættu í raun allir skilið koss. Það verður erfitt fyrir Stephanie Cayo að lofa einhverju meiru í úrslitaleiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn. Það eru örugglega fáir utan Perú sem hafa trú á liðinu á móti gríðarlega sterku liði heimamanna. Önnur eins frammistaða og í nótt og þá er aldrei að vita.PARTIDAZO! Han jugado como un verdadero equipo. Un besazo se merecen! a mi selección a mi Perú. Que bárbaros. — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019 Copa América Perú Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins. Liðið sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og tapaði meðal annars 5-0 fyrir Brasilíu í riðlakeppninni er nú komið alla leið í úrslitaleikinn. Það er allt sem bendir til þess að loforð leikkonunnar fallegu Stephanie Cayo hafi heldur betur kveikt í perúsku landsliðsmönnunum. Frammistaða þeirra sá líka til þess að Perú mætir Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Y ahora BRASIL... pic.twitter.com/pRcx3MA0Y7 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Stephanie Cayo er mikil fótboltaáhugakona og lofaði þeim leikmanni landsliðsins kossi sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Hin gullfallega Stephanie er leikkona, söngkona og fyrirsæta. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum Club de Cuervos sem eru um ríka fjölskyldu sem á fótboltalið. Perúska liðið spilaði sinn langbesta leik í keppninni í nótt, skoraði þrjú mörk og hélt marki sínu hreinu. Það voru því margar hetjur hjá liðinu. Enginn skoraði tvö mörk og ekki fær einn af markaskorurum liðsins kossinn. Stephanie Cayo birti val sitt á Twitter. Hún valdi markvörðinn Pedro Gallese. Pedro Gallese varði nokkrum sinnum vel frá Sílemönnum í seinni hálfleiknum og endaði síðan leikinn á því að verja víti. Hér fyrir neðan má sjá val Stephanie Cayo.Gallese — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Hún hrósaði líka öllu liðinu og að þeir hafi spilað eins og eitt lið í þessum leik. Þeir ættu í raun allir skilið koss. Það verður erfitt fyrir Stephanie Cayo að lofa einhverju meiru í úrslitaleiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn. Það eru örugglega fáir utan Perú sem hafa trú á liðinu á móti gríðarlega sterku liði heimamanna. Önnur eins frammistaða og í nótt og þá er aldrei að vita.PARTIDAZO! Han jugado como un verdadero equipo. Un besazo se merecen! a mi selección a mi Perú. Que bárbaros. — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019
Copa América Perú Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira