Sendifulltrúi Rauða krossins til Úganda vegna ebólu Heimsljós kynnir 3. júlí 2019 14:30 Magna Björk Ólafsdóttir sendifulltrúi. RKÍ Magna Björk Ólafsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, er nýfarin til Úganda þar sem hún tekur þátt í forvarnarstarfi vegna ebólu. Rauði krossinn í Úganda hefur þjálfað hundruð sjálfboðaliða að undanförnu, með stuðningi frá Alþjóðaráði Rauða krossins, en sú þjálfun er liður í forvarnarstarfi gegn sjúkdómnum sem geisað hefur í grannríkinu Kongó undanfarna mánuði. Það kemur í hlut íslenska sendifulltrúans að veita aðstoð og ráðgjöf um sjúkdóminn og varnir gegn honum. Eitt tilvik ebólu var staðfest í síðasta mánuði í Úganda. Fimm ára drengur sem ferðaðist með fjölskyldu sinni frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó greindist þá með sjúkdóminn og síðar tveir aðrir í fjölskyldu hans. Drengurinn lést og amma hans einnig. Rauði krossinn í Úganda hefur undanfarið unnið náið með stjórnvöldum og öðrum hluteigandi aðilum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu ebólu í landinu. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að styrkur Rauða krossins á svæðinu felist í því að njóta trausts og starfa í nærsamfélögum fólks. „Það skiptir öllu máli að hefta frekari útbreiðslu ebólu,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, en samtökin hafa stutt aðgerðir Alþjóða Rauða krossins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. „Við erum sérlega þakklát utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins fyrir þann stuðning. Hann er ómetanlegur og það er mikilvægt að muna það að framlag Íslands skiptir sannarlega máli, hvert einasta framlag skiptir máli.“Reyndur sendifulltrúiMagna Björk Ólafsdóttir kemur til með að starfa í Úganda um mánaðarskeið. Hún er reyndur bráðahjúkrunarfræðingur sem hefur farið fjölmargar ferðir til neyðarsvæða á vegum Rauða krossins á Íslandi, meðal annars til Haití, Filippseyja, Írak, Kenya, Suður-Súdan, Bangladess og Síerra Leóne. Magna er hluti af viðbragðmatsteymi Alþjóða Rauða krossins, FACT (Field Assessment Coordination Team) sem kallað var til í kjölfar staðfestingar á ebólu tilviki í Úganda. Magna er sérhæfður lýðheilsusérfræðingur og hlutverk hennar er að liðsinna Rauða krossinum í Úganda við vinnslu forvarna og viðbragsáætlana vegna áhættumats í tengslum við sjúkdóminn. Hún tekur meðal annars þátt í gerð heildarstefnumótunar, samhæfinga með öðrum heilbrigðisaðilum og verður í viðbragðstöðu til að veita stuðning í neyðartilvikum varðandi útbreiðslu sjúkdómsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Magna Björk Ólafsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, er nýfarin til Úganda þar sem hún tekur þátt í forvarnarstarfi vegna ebólu. Rauði krossinn í Úganda hefur þjálfað hundruð sjálfboðaliða að undanförnu, með stuðningi frá Alþjóðaráði Rauða krossins, en sú þjálfun er liður í forvarnarstarfi gegn sjúkdómnum sem geisað hefur í grannríkinu Kongó undanfarna mánuði. Það kemur í hlut íslenska sendifulltrúans að veita aðstoð og ráðgjöf um sjúkdóminn og varnir gegn honum. Eitt tilvik ebólu var staðfest í síðasta mánuði í Úganda. Fimm ára drengur sem ferðaðist með fjölskyldu sinni frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó greindist þá með sjúkdóminn og síðar tveir aðrir í fjölskyldu hans. Drengurinn lést og amma hans einnig. Rauði krossinn í Úganda hefur undanfarið unnið náið með stjórnvöldum og öðrum hluteigandi aðilum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu ebólu í landinu. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að styrkur Rauða krossins á svæðinu felist í því að njóta trausts og starfa í nærsamfélögum fólks. „Það skiptir öllu máli að hefta frekari útbreiðslu ebólu,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, en samtökin hafa stutt aðgerðir Alþjóða Rauða krossins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. „Við erum sérlega þakklát utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins fyrir þann stuðning. Hann er ómetanlegur og það er mikilvægt að muna það að framlag Íslands skiptir sannarlega máli, hvert einasta framlag skiptir máli.“Reyndur sendifulltrúiMagna Björk Ólafsdóttir kemur til með að starfa í Úganda um mánaðarskeið. Hún er reyndur bráðahjúkrunarfræðingur sem hefur farið fjölmargar ferðir til neyðarsvæða á vegum Rauða krossins á Íslandi, meðal annars til Haití, Filippseyja, Írak, Kenya, Suður-Súdan, Bangladess og Síerra Leóne. Magna er hluti af viðbragðmatsteymi Alþjóða Rauða krossins, FACT (Field Assessment Coordination Team) sem kallað var til í kjölfar staðfestingar á ebólu tilviki í Úganda. Magna er sérhæfður lýðheilsusérfræðingur og hlutverk hennar er að liðsinna Rauða krossinum í Úganda við vinnslu forvarna og viðbragsáætlana vegna áhættumats í tengslum við sjúkdóminn. Hún tekur meðal annars þátt í gerð heildarstefnumótunar, samhæfinga með öðrum heilbrigðisaðilum og verður í viðbragðstöðu til að veita stuðning í neyðartilvikum varðandi útbreiðslu sjúkdómsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent