Erlent

Suður-Ameríka naut almyrkva á sólu

Kjartan Kjartansson skrifar
Fögnuður greip um sig þegar tunglið gekk fyrir sólina yfir La Higuera í Síle í gær.
Fögnuður greip um sig þegar tunglið gekk fyrir sólina yfir La Higuera í Síle í gær. AP/Esteban Felix
Þúsundir fylgdust með almyrkva á sólu sem sást frá Síle og Argentínu í gær. Myrkvan er eini almyrkvinn á þessu ári. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, var á meðal þeirra sem börðu almyrkvann augum í Síle.

Almyrkvinn var aðeins sýnilegur frá mjórri rönd sem náði yfir Síle og Argentínu. Annars staðar í Suður- og Mið-Ameríku gátu íbúar séð deildarmyrkva. Þúsundir manna ferðuðust á staði þar sem búist var við að aðstæður yrðu sem besta til að sjá myrkvann.

Sævar Helgi ferðaðist til Síle og fylgdist með almyrkvanum í La Silla-stjörnuathugunarstöð Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) við útjaðar Atacama-eyðimerkurinnar. Tísti hann meðal annars myndbandið af almyrkvanum sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×