Vill endurskoða verklag við brottvísanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júlí 2019 12:00 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna situr í þverpólitískri þingmannanefnd um útlendingamál. Endurskoða þarf verklag við brottvísanir hælisleitenda til Grikklands að mati þingmanns Vinstri Grænna sem á sæti í þingmannanefnd um útlendingamál. Þær séu ekki forsvaranlegar í mörgum tilvikum. Hann segir að nefndin sem á að sinna eftirliti með framkvæmd laganna hafi verið bitlaus. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna brottvísana barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í næstu viku verður hin fjórtán ára gamla Zainab Safari og fjölskylda hennar send til Grikklands en bekkjarfélagar hennar í Hagaskóla hafa undanfarið barist fyrir áframhaldandi veru hennar. Þá hefur brottvísun afgangskra feðga einungis tímabundið verið frestað eftir að annar sonurinn fékk taugaáfall vegna kvíða. Það sem af er ári hefur 75 börnum verið synjað um alþjóðlega vernd. Endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Hins vegar hefur endursendingum ekki verið hætt hafi börnin þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. UNICEF hefur bent á að ekki sé ásættanlegt með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að hagsmunir barna séu metnir ólíkir á grundvelli lagalegrar stöðu. Raunveruleg staða í flóttamannabúðum í Grikklandi sé sú sama. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að þverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna, sem situr í nefndinni, segir hana lítið hafa gert og í raun verið bitlausa. „Við höfum núna síðustu vikur beðið eftir því að ráðuneytin skoði það hvernig sé hægt að endurmóta nefndina þannig að hún nái betur styrk sínum. Þetta snýst í rauninni um það að nefndin geti unnið miklu betur og meira með stjórnsýslunni við úttekt á framkvæmdinni," segir Andrés Ingi. Í mörgum tilvikum sé ekki forsvaranlegt að senda fólk í viðkvæmri stöðu, sem glímir við veikindi eða með börn, aftur í hælisleitendakerfið í Grikklandi. Þrátt fyrir að endurskoðun á verkferlum sé langtímaverkefni nefndarinnar þurfi að bregðast strax við. „Það að bregðast við ástandinu í gríska hæliskerfinu er kannski eitthvað sem þolir enga bið og kallar ekkert á flókna útfærlsu. Þetta er bara ákvörðun sem þarf að taka á réttum stað. Og það er uppi í ráðuneyti," segir Andrés Ingi. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Endurskoða þarf verklag við brottvísanir hælisleitenda til Grikklands að mati þingmanns Vinstri Grænna sem á sæti í þingmannanefnd um útlendingamál. Þær séu ekki forsvaranlegar í mörgum tilvikum. Hann segir að nefndin sem á að sinna eftirliti með framkvæmd laganna hafi verið bitlaus. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna brottvísana barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í næstu viku verður hin fjórtán ára gamla Zainab Safari og fjölskylda hennar send til Grikklands en bekkjarfélagar hennar í Hagaskóla hafa undanfarið barist fyrir áframhaldandi veru hennar. Þá hefur brottvísun afgangskra feðga einungis tímabundið verið frestað eftir að annar sonurinn fékk taugaáfall vegna kvíða. Það sem af er ári hefur 75 börnum verið synjað um alþjóðlega vernd. Endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Hins vegar hefur endursendingum ekki verið hætt hafi börnin þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. UNICEF hefur bent á að ekki sé ásættanlegt með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að hagsmunir barna séu metnir ólíkir á grundvelli lagalegrar stöðu. Raunveruleg staða í flóttamannabúðum í Grikklandi sé sú sama. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að þverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna, sem situr í nefndinni, segir hana lítið hafa gert og í raun verið bitlausa. „Við höfum núna síðustu vikur beðið eftir því að ráðuneytin skoði það hvernig sé hægt að endurmóta nefndina þannig að hún nái betur styrk sínum. Þetta snýst í rauninni um það að nefndin geti unnið miklu betur og meira með stjórnsýslunni við úttekt á framkvæmdinni," segir Andrés Ingi. Í mörgum tilvikum sé ekki forsvaranlegt að senda fólk í viðkvæmri stöðu, sem glímir við veikindi eða með börn, aftur í hælisleitendakerfið í Grikklandi. Þrátt fyrir að endurskoðun á verkferlum sé langtímaverkefni nefndarinnar þurfi að bregðast strax við. „Það að bregðast við ástandinu í gríska hæliskerfinu er kannski eitthvað sem þolir enga bið og kallar ekkert á flókna útfærlsu. Þetta er bara ákvörðun sem þarf að taka á réttum stað. Og það er uppi í ráðuneyti," segir Andrés Ingi.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent