Þetta er þriðja platan sem kemur út með Ella á jafnmörgum árum, en 2017 kom út platan Þykk fitan vol.5 og í fyrra var það platan Pottþétt Elli Grill.
Sú síðarnefnda vann til Kraumsverðlauna og hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Teknótaktar eru allsráðandi og flutningur Ella dynur í sama hrynjanda. Þyrluhattar eru alls fjarverandi og í staðinn spyrnir Elli sperrtur fjórum í flórinn.
Á Pottþétt Ella Grill mátti greina þróun í átt að slíkri taktfastri reiftónlist en á Rassa bassa er stökkið tekið alla leið.
Djöflakenndur sýruhljómur einkennir þó enn tónlist Ella þó hrynjandinn sé beinskeyttari en áður.
Balatron pródúseraði plötuna, en hann kom einnig að gerð síðustu plötu Ella. Hér að neðan má streyma plötunni nýútgefnu.