Skralllag með Palla á Rassabassa Ella Grill Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 3. júlí 2019 11:15 Tíundi áratugurinn svífur yfir vötnum á plötunni. Í dag kemur út þriðja plata Ella Grill, Rassa bassi vol.2. Tónlistin er dansvæn og sækir ýmislegt í klúbbatónlist tíunda áratugarins. Enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson er með stjörnuinnkomu í einu lagi plötunnar, en það nefnist Party tæm. Þetta er þriðja platan sem kemur út með Ella á jafnmörgum árum, en 2017 kom út platan Þykk fitan vol.5 og í fyrra var það platan Pottþétt Elli Grill. Sú síðarnefnda vann til Kraumsverðlauna og hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna.Plötuumslagið er uppfullt af skírskotunum til tíunda áratugarins. Sem dæmi má nefna svokallaðan „acid house“ broskall, en umslag síðustu plötu Ella stælaði einmitt umslög Pottþétt-plötu seríunnar sem var afar vinsæl á þeim tíma.Trapp-byggða hipp-hoppið hefur verið skilið eftir við vegkantinn á nýju plötunni, og kveður við nýjan tón hjá Ella. Teknótaktar eru allsráðandi og flutningur Ella dynur í sama hrynjanda. Þyrluhattar eru alls fjarverandi og í staðinn spyrnir Elli sperrtur fjórum í flórinn. Á Pottþétt Ella Grill mátti greina þróun í átt að slíkri taktfastri reiftónlist en á Rassa bassa er stökkið tekið alla leið. Djöflakenndur sýruhljómur einkennir þó enn tónlist Ella þó hrynjandinn sé beinskeyttari en áður. Balatron pródúseraði plötuna, en hann kom einnig að gerð síðustu plötu Ella. Hér að neðan má streyma plötunni nýútgefnu. Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Ella Grill Elli Grill græddi saman nokkra lagstúfa í tryllingslegan hryllilista. 7. desember 2018 14:45 Með teknó-ið djúpt í blóðinu Rapparinn Elli Grill úr Shades of Reykjavík hefur vakið athygli fyrir einstakan lífsstíl, áhugaverð tónlistarmyndbönd og óhefðbundið rapp. Í nóvember er von á annarri sólóplötu hans, Pottþétt Elli. 26. október 2018 12:00 Elli Grill frumsýnir nýtt myndband Í dag sendir tónlistarmaðurinn Elli Grill frá sér nýtt myndband við lagið ÁETTA MÁETTA sem er að finna á plötu hans Pottþétt Elli Grill sem kom út í fyrra. 10. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í dag kemur út þriðja plata Ella Grill, Rassa bassi vol.2. Tónlistin er dansvæn og sækir ýmislegt í klúbbatónlist tíunda áratugarins. Enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson er með stjörnuinnkomu í einu lagi plötunnar, en það nefnist Party tæm. Þetta er þriðja platan sem kemur út með Ella á jafnmörgum árum, en 2017 kom út platan Þykk fitan vol.5 og í fyrra var það platan Pottþétt Elli Grill. Sú síðarnefnda vann til Kraumsverðlauna og hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna.Plötuumslagið er uppfullt af skírskotunum til tíunda áratugarins. Sem dæmi má nefna svokallaðan „acid house“ broskall, en umslag síðustu plötu Ella stælaði einmitt umslög Pottþétt-plötu seríunnar sem var afar vinsæl á þeim tíma.Trapp-byggða hipp-hoppið hefur verið skilið eftir við vegkantinn á nýju plötunni, og kveður við nýjan tón hjá Ella. Teknótaktar eru allsráðandi og flutningur Ella dynur í sama hrynjanda. Þyrluhattar eru alls fjarverandi og í staðinn spyrnir Elli sperrtur fjórum í flórinn. Á Pottþétt Ella Grill mátti greina þróun í átt að slíkri taktfastri reiftónlist en á Rassa bassa er stökkið tekið alla leið. Djöflakenndur sýruhljómur einkennir þó enn tónlist Ella þó hrynjandinn sé beinskeyttari en áður. Balatron pródúseraði plötuna, en hann kom einnig að gerð síðustu plötu Ella. Hér að neðan má streyma plötunni nýútgefnu.
Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Ella Grill Elli Grill græddi saman nokkra lagstúfa í tryllingslegan hryllilista. 7. desember 2018 14:45 Með teknó-ið djúpt í blóðinu Rapparinn Elli Grill úr Shades of Reykjavík hefur vakið athygli fyrir einstakan lífsstíl, áhugaverð tónlistarmyndbönd og óhefðbundið rapp. Í nóvember er von á annarri sólóplötu hans, Pottþétt Elli. 26. október 2018 12:00 Elli Grill frumsýnir nýtt myndband Í dag sendir tónlistarmaðurinn Elli Grill frá sér nýtt myndband við lagið ÁETTA MÁETTA sem er að finna á plötu hans Pottþétt Elli Grill sem kom út í fyrra. 10. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Föstudagsplaylisti Ella Grill Elli Grill græddi saman nokkra lagstúfa í tryllingslegan hryllilista. 7. desember 2018 14:45
Með teknó-ið djúpt í blóðinu Rapparinn Elli Grill úr Shades of Reykjavík hefur vakið athygli fyrir einstakan lífsstíl, áhugaverð tónlistarmyndbönd og óhefðbundið rapp. Í nóvember er von á annarri sólóplötu hans, Pottþétt Elli. 26. október 2018 12:00
Elli Grill frumsýnir nýtt myndband Í dag sendir tónlistarmaðurinn Elli Grill frá sér nýtt myndband við lagið ÁETTA MÁETTA sem er að finna á plötu hans Pottþétt Elli Grill sem kom út í fyrra. 10. febrúar 2019 11:30