Telur pylsuvagnsmálið vera á misskilningi byggt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2019 21:33 Enginn pylsuvagn mun rísa fyrir utan Sundhöllina, í það minnsta ekki í bili. Fréttablaðið/Anton Brink Magnús Már Kristinsson, annar þeirra sem hugðist koma upp pylsuvagni fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur, furðar sig á ákvörðun menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um að leggjast gegn því að pylsuvagninn fái að rísa. Segist hann telja málið vera byggt á misskilningi. Eins og greint var frá í morgun lagðist ráðið gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina. Benti ráðið á að í nágrenni sundlaugarinnar væru „allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“ Magnús Már segir ákvörðunina koma sér á óvart. „Ég verð bara að segja að ég er frekar hissa að þetta skuli hafa verið ákveðið vegna þess að það eru nú matarvagnar fyrir utan margar af vinsælustu sundlaugum Reykjavíkur,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu og bætir við að ástæðan sem ráðið gefur upp sé fjöldi matsölustaða í nágrenni við Sundhöllina.Magnús Már Kristinsson.Aðsend„Það er kannski ekki alveg það sem fólk er að leita að þegar það er búið í sundi,“ segir Magnús og vísar til þeirra matsölustaða í grennd við Sundhöllina sem ráðið bendir á. Hann segir fljótlegan og vinsælan skyndibita hafa verið hugsunina sem lá að baki fyrirhugaðrar komu vagnsins fyrir utan þessa vinsælu sundlaug. Magnús segist viss um að málið sé byggt á misskilningi sem unnt sé að greiða úr. Hann hafi verið í sambandi við ÍTR í dag og telur sjálfur að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ef ekki, þá muni vagninn rísa annars staðar en fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Þó er óljóst hvar það yrði að svo stöddu. „Okkur finnst þetta vera hentugasti staðurinn í Reykjavík núna. Ég fer þarna oft sjálfur í sund og var meira að segja að vinna þarna fyrir svolitlu síðan. Þá var aðallega spurt hvort það væri einhver snöggur skyndibiti í boði,“ segir Magnús, enda ljóst að margir kjósa að næla sér í pylsu eða tvær að góðri sundferð lokinni. Sundgestir Hallarinnar verða þó að gera sér að góðu þá ofgnótt veitingastaða í grennd við laugina sem ekki eru pylsuvagnar, í það minnsta um sinn. Matur Reykjavík Sundlaugar Veitingastaðir Tengdar fréttir Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Magnús Már Kristinsson, annar þeirra sem hugðist koma upp pylsuvagni fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur, furðar sig á ákvörðun menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um að leggjast gegn því að pylsuvagninn fái að rísa. Segist hann telja málið vera byggt á misskilningi. Eins og greint var frá í morgun lagðist ráðið gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina. Benti ráðið á að í nágrenni sundlaugarinnar væru „allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“ Magnús Már segir ákvörðunina koma sér á óvart. „Ég verð bara að segja að ég er frekar hissa að þetta skuli hafa verið ákveðið vegna þess að það eru nú matarvagnar fyrir utan margar af vinsælustu sundlaugum Reykjavíkur,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu og bætir við að ástæðan sem ráðið gefur upp sé fjöldi matsölustaða í nágrenni við Sundhöllina.Magnús Már Kristinsson.Aðsend„Það er kannski ekki alveg það sem fólk er að leita að þegar það er búið í sundi,“ segir Magnús og vísar til þeirra matsölustaða í grennd við Sundhöllina sem ráðið bendir á. Hann segir fljótlegan og vinsælan skyndibita hafa verið hugsunina sem lá að baki fyrirhugaðrar komu vagnsins fyrir utan þessa vinsælu sundlaug. Magnús segist viss um að málið sé byggt á misskilningi sem unnt sé að greiða úr. Hann hafi verið í sambandi við ÍTR í dag og telur sjálfur að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ef ekki, þá muni vagninn rísa annars staðar en fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Þó er óljóst hvar það yrði að svo stöddu. „Okkur finnst þetta vera hentugasti staðurinn í Reykjavík núna. Ég fer þarna oft sjálfur í sund og var meira að segja að vinna þarna fyrir svolitlu síðan. Þá var aðallega spurt hvort það væri einhver snöggur skyndibiti í boði,“ segir Magnús, enda ljóst að margir kjósa að næla sér í pylsu eða tvær að góðri sundferð lokinni. Sundgestir Hallarinnar verða þó að gera sér að góðu þá ofgnótt veitingastaða í grennd við laugina sem ekki eru pylsuvagnar, í það minnsta um sinn.
Matur Reykjavík Sundlaugar Veitingastaðir Tengdar fréttir Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15