Dvalarheimili á Indlandi fjármagnað með íslenskri erfðagjöf Heimsljós kynnir 2. júlí 2019 12:30 Ljósmynd af heimilinu SOS Byggingu dvalarheimilis fyrir SOS mæður á eftirlaunum í Hojai á Indlandi er nú lokið. Framkvæmdirnar voru að stórum hluta fjármagnaðar með erfðagjöf frá íslenskri konu, Önnu Kristínu Ragnarsdóttur. Húsið var formlega afhent SOS Barnaþorpunum og opnað síðastliðinn sunnudag. Anna Kristín lést árið 2010 en hafði 17 árum áður gert erfðaskrá sem kvað á um að eigur hennar skyldu renna til SOS Barnaþorpanna. Erfðagjöfinni, 15 milljónum króna, hefur nú allri verið ráðstafað samkvæmt óskum Önnu í þremur úthlutunum. Framlag SOS á Íslandi, í nafni Önnur Kristínar til byggingar dvalarheimilisins, nam 10 milljónum króna en heildarkostnaður framkvæmdanna nam 27 milljónum króna.Tíu fyrrverandi SOS mæður fá heimiliMeð framlaginu vill SOS á Íslandi stuðla að velferð þeirra fyrrverandi SOS mæðra sem fá þar heimili á efri árum sínum. Jafnframt vilja samtökin sýna mæðrum sem starfa við uppeldi barna í barnaþorpinu að þær þurfi ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum eftir að þær hætta að vinna. Á þessu nýja heimili fá tíu konur herbergi ásamt sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Hvert herbergi er 30 fermetrar og sameinleg aðstaða 90 fermetrar.Flestir Íslendingar styrkja á IndlandiÁ Indlandi eru 32 SOS barnaþorp og þar búa 4.500 munaðarlaus og yfirgefin börn. Fjölmargir Íslendingar styrkja börn í þessum þorpum en Indland er það land sem langflestir Íslendingar styrkja í gegnum SOS Barnaþorpin.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Byggingu dvalarheimilis fyrir SOS mæður á eftirlaunum í Hojai á Indlandi er nú lokið. Framkvæmdirnar voru að stórum hluta fjármagnaðar með erfðagjöf frá íslenskri konu, Önnu Kristínu Ragnarsdóttur. Húsið var formlega afhent SOS Barnaþorpunum og opnað síðastliðinn sunnudag. Anna Kristín lést árið 2010 en hafði 17 árum áður gert erfðaskrá sem kvað á um að eigur hennar skyldu renna til SOS Barnaþorpanna. Erfðagjöfinni, 15 milljónum króna, hefur nú allri verið ráðstafað samkvæmt óskum Önnu í þremur úthlutunum. Framlag SOS á Íslandi, í nafni Önnur Kristínar til byggingar dvalarheimilisins, nam 10 milljónum króna en heildarkostnaður framkvæmdanna nam 27 milljónum króna.Tíu fyrrverandi SOS mæður fá heimiliMeð framlaginu vill SOS á Íslandi stuðla að velferð þeirra fyrrverandi SOS mæðra sem fá þar heimili á efri árum sínum. Jafnframt vilja samtökin sýna mæðrum sem starfa við uppeldi barna í barnaþorpinu að þær þurfi ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum eftir að þær hætta að vinna. Á þessu nýja heimili fá tíu konur herbergi ásamt sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Hvert herbergi er 30 fermetrar og sameinleg aðstaða 90 fermetrar.Flestir Íslendingar styrkja á IndlandiÁ Indlandi eru 32 SOS barnaþorp og þar búa 4.500 munaðarlaus og yfirgefin börn. Fjölmargir Íslendingar styrkja börn í þessum þorpum en Indland er það land sem langflestir Íslendingar styrkja í gegnum SOS Barnaþorpin.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent