Tvær af þungavigtarþjóðum fótboltans þyrstir í árangur og mætast í leik upp á líf eða dauða í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:45 Lionel Messi í síðasta leik sínum á móti Brasilíu. Messi og félagar hafa ekki unnið Brasilíumenn í fjórtán ár. Getty/Michael Dodge Það verður mikið um dýrðir í BeloHorizonte í kvöld þegar nágrannarnir og erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitaleik CopaAmerica 2019. Í boði er úrslitaleikur á móti annaðhvort Síle eða Perú sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Það er því ekkert skrýtið að margir líta á leikinn í kvöld sem hálfgerðan úrslitaleik keppninnar en Síle eða Perú eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikur Brasilíu og Argentínu hefst klukkan 00.30 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Leikir Brasilíu og Argentínu eru vissulega „Clasico“ leikir suður-ameríska fótboltans og alltaf stór viðburður en vandræði beggja þjóða inn á fótboltavellinum síðustu ár gerir þetta enn stærri viðureign í kvöld.Lionel Messi er enn að bíða eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Hann hefur oft komist nálægt því en hefur ekkert unnið síðan með 23 ára liðinu á ÓL í Peking fyrir ellefu árum. Messi fær ekki mörg tækifæri til viðbótar og leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir hann. Argentínska liðið hefur aðeins lagað sinn leik eftir slaka byrjun en Messi sjálfur á enn eftir að finna taktinn sinn. Það gæti gerst í kvöld. Heimamenn í Brasilíu eru enn að jafna sig eftir 7-1 skell á móti Þýskalandi í undanúrslitaleik HM í Brasilíu sem fór einmitt fram á þessum sama velli og spilað verður á í kvöld. Brassarnir halda nú aftur stórmót og nú þrá þeir ekkert annað en sigur á heimavelli. Brasilíumenn hafa ekki unnið heimsmeistaratitilinn í sautján ár (2002) og þeir hafa enn fremur ekki unnið Suðurameríkukeppnina í tólf ár. Það sem meira er að frá síðasta sigri þeirra árið 2007 hafa þeir aldrei komist í undanúrslit keppninnar fyrr en nú. Liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Þar spilar líka inn í tak þeirra á Argentínumönnum undanfarin fjórtán ár. Talandi um langa bið þá hafa Argentínumenn ekki unnið nágranna sína frá Brasilíu inn á fótboltavellinum síðan árið 2005. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum, Brassarnir hafa unnið fjórum sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Argentína og Brasilía þyrstir í árangur og sigur í kvöld væri stór í augum beggja þjóða. Það má því búast við alvöru leik fullan af spennu og miklum tilfinningum. Copa América Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir í BeloHorizonte í kvöld þegar nágrannarnir og erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitaleik CopaAmerica 2019. Í boði er úrslitaleikur á móti annaðhvort Síle eða Perú sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Það er því ekkert skrýtið að margir líta á leikinn í kvöld sem hálfgerðan úrslitaleik keppninnar en Síle eða Perú eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikur Brasilíu og Argentínu hefst klukkan 00.30 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Leikir Brasilíu og Argentínu eru vissulega „Clasico“ leikir suður-ameríska fótboltans og alltaf stór viðburður en vandræði beggja þjóða inn á fótboltavellinum síðustu ár gerir þetta enn stærri viðureign í kvöld.Lionel Messi er enn að bíða eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Hann hefur oft komist nálægt því en hefur ekkert unnið síðan með 23 ára liðinu á ÓL í Peking fyrir ellefu árum. Messi fær ekki mörg tækifæri til viðbótar og leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir hann. Argentínska liðið hefur aðeins lagað sinn leik eftir slaka byrjun en Messi sjálfur á enn eftir að finna taktinn sinn. Það gæti gerst í kvöld. Heimamenn í Brasilíu eru enn að jafna sig eftir 7-1 skell á móti Þýskalandi í undanúrslitaleik HM í Brasilíu sem fór einmitt fram á þessum sama velli og spilað verður á í kvöld. Brassarnir halda nú aftur stórmót og nú þrá þeir ekkert annað en sigur á heimavelli. Brasilíumenn hafa ekki unnið heimsmeistaratitilinn í sautján ár (2002) og þeir hafa enn fremur ekki unnið Suðurameríkukeppnina í tólf ár. Það sem meira er að frá síðasta sigri þeirra árið 2007 hafa þeir aldrei komist í undanúrslit keppninnar fyrr en nú. Liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Þar spilar líka inn í tak þeirra á Argentínumönnum undanfarin fjórtán ár. Talandi um langa bið þá hafa Argentínumenn ekki unnið nágranna sína frá Brasilíu inn á fótboltavellinum síðan árið 2005. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum, Brassarnir hafa unnið fjórum sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Argentína og Brasilía þyrstir í árangur og sigur í kvöld væri stór í augum beggja þjóða. Það má því búast við alvöru leik fullan af spennu og miklum tilfinningum.
Copa América Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira