Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2019 19:00 Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Faðirinn segir að í Grikklandi bíði þeim ekkert nema gatan. „Í gær spurðu þeir stanslaust hvenær lögreglan kæmi. Þeir hafa kviðið mjög fyrir þessum degi en síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi,“ segir Asadullah Sarwary, afganskur hælisleitandi. Í gær stóð til að vísa honum og sonum hans Mahdi, sem er 10 ára og Ali, sem er 9 ára, aftur til Grikklands þar sem þeir höfðu fengið alþjóðlega vernd. Brottvísuninni var hins vegar frestað með tilvísun frá geðlækni eftir að eldri drengurinn byrjaði að kasta upp og var greindur með mikinn kvíða. Feðgarnir sóttu um vernd hér á landi síðasta haust eftir að hafa dvalið í tvö ár í Grikklandi. Asadullah segist ekki hafa haft kost á öðru en að sækja þar um vernd þar sem reglurnar kveði á um að sækja verði um hæli innan 20 daga. Annars hefði þeim verið vísað úr landi. Í Grikklandi hafi þeir búið í flóttamannabúðum og svo á götunni þar sem enga vinnu né húsnæði var að fá. „Strákarnir áttu þess ekki kost að fara í skóla í Grikklandi. Það er engin framtíð fyrir þá þar. Það er ekkert nema gatan sem bíður okkar,“ segir Asadullah. Feðgarnir hafa nú búið hér í ellefu mánuði og segja bræðurnir að þeim gangi vel í skólanum. Þá hafi þeir eignast góða vini. „Ég vil vera hér og fara í skólann,“ segir Madhi. Ali tekur undir með bróður sínum. Asadullah segir óbærilegt að horfa upp á strákana sína með svo mikinn kvíða. Þeir séu hræddir um hvað gerist verði þeir sendir til Grikklands. „Þeir muna eftir slæmum aðstæðum og segja sífellt að þeir vilji ekki fara. Þeir óttast Grikkland og það er óbærilegt að geta ekki lofað þeim öryggi,“ segir Asadullah. Samtök um réttindi flóttamanna á Íslandi hafa sagt mál feðganna sýna fram á að sálrænni hjálp við börn á flótta sé verulega ábótavant. Þá sé óásættanlegt að vísa barni sem glímur við andlega kvilla úr landi.Asadullah segist dreyma um frið fyrir drengina sína. „Mig dreymir um að börnin fái menntun og eigi sér framtíð. Það er allt og sumt. Ef aðstæður í Grikklandi hefðu verið í lagi hefði ég aldrei lagt á okkur að koma alla leið hingað,“ segir Asadullah. Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Faðirinn segir að í Grikklandi bíði þeim ekkert nema gatan. „Í gær spurðu þeir stanslaust hvenær lögreglan kæmi. Þeir hafa kviðið mjög fyrir þessum degi en síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi,“ segir Asadullah Sarwary, afganskur hælisleitandi. Í gær stóð til að vísa honum og sonum hans Mahdi, sem er 10 ára og Ali, sem er 9 ára, aftur til Grikklands þar sem þeir höfðu fengið alþjóðlega vernd. Brottvísuninni var hins vegar frestað með tilvísun frá geðlækni eftir að eldri drengurinn byrjaði að kasta upp og var greindur með mikinn kvíða. Feðgarnir sóttu um vernd hér á landi síðasta haust eftir að hafa dvalið í tvö ár í Grikklandi. Asadullah segist ekki hafa haft kost á öðru en að sækja þar um vernd þar sem reglurnar kveði á um að sækja verði um hæli innan 20 daga. Annars hefði þeim verið vísað úr landi. Í Grikklandi hafi þeir búið í flóttamannabúðum og svo á götunni þar sem enga vinnu né húsnæði var að fá. „Strákarnir áttu þess ekki kost að fara í skóla í Grikklandi. Það er engin framtíð fyrir þá þar. Það er ekkert nema gatan sem bíður okkar,“ segir Asadullah. Feðgarnir hafa nú búið hér í ellefu mánuði og segja bræðurnir að þeim gangi vel í skólanum. Þá hafi þeir eignast góða vini. „Ég vil vera hér og fara í skólann,“ segir Madhi. Ali tekur undir með bróður sínum. Asadullah segir óbærilegt að horfa upp á strákana sína með svo mikinn kvíða. Þeir séu hræddir um hvað gerist verði þeir sendir til Grikklands. „Þeir muna eftir slæmum aðstæðum og segja sífellt að þeir vilji ekki fara. Þeir óttast Grikkland og það er óbærilegt að geta ekki lofað þeim öryggi,“ segir Asadullah. Samtök um réttindi flóttamanna á Íslandi hafa sagt mál feðganna sýna fram á að sálrænni hjálp við börn á flótta sé verulega ábótavant. Þá sé óásættanlegt að vísa barni sem glímur við andlega kvilla úr landi.Asadullah segist dreyma um frið fyrir drengina sína. „Mig dreymir um að börnin fái menntun og eigi sér framtíð. Það er allt og sumt. Ef aðstæður í Grikklandi hefðu verið í lagi hefði ég aldrei lagt á okkur að koma alla leið hingað,“ segir Asadullah.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17
Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33