Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2019 19:00 Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Faðirinn segir að í Grikklandi bíði þeim ekkert nema gatan. „Í gær spurðu þeir stanslaust hvenær lögreglan kæmi. Þeir hafa kviðið mjög fyrir þessum degi en síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi,“ segir Asadullah Sarwary, afganskur hælisleitandi. Í gær stóð til að vísa honum og sonum hans Mahdi, sem er 10 ára og Ali, sem er 9 ára, aftur til Grikklands þar sem þeir höfðu fengið alþjóðlega vernd. Brottvísuninni var hins vegar frestað með tilvísun frá geðlækni eftir að eldri drengurinn byrjaði að kasta upp og var greindur með mikinn kvíða. Feðgarnir sóttu um vernd hér á landi síðasta haust eftir að hafa dvalið í tvö ár í Grikklandi. Asadullah segist ekki hafa haft kost á öðru en að sækja þar um vernd þar sem reglurnar kveði á um að sækja verði um hæli innan 20 daga. Annars hefði þeim verið vísað úr landi. Í Grikklandi hafi þeir búið í flóttamannabúðum og svo á götunni þar sem enga vinnu né húsnæði var að fá. „Strákarnir áttu þess ekki kost að fara í skóla í Grikklandi. Það er engin framtíð fyrir þá þar. Það er ekkert nema gatan sem bíður okkar,“ segir Asadullah. Feðgarnir hafa nú búið hér í ellefu mánuði og segja bræðurnir að þeim gangi vel í skólanum. Þá hafi þeir eignast góða vini. „Ég vil vera hér og fara í skólann,“ segir Madhi. Ali tekur undir með bróður sínum. Asadullah segir óbærilegt að horfa upp á strákana sína með svo mikinn kvíða. Þeir séu hræddir um hvað gerist verði þeir sendir til Grikklands. „Þeir muna eftir slæmum aðstæðum og segja sífellt að þeir vilji ekki fara. Þeir óttast Grikkland og það er óbærilegt að geta ekki lofað þeim öryggi,“ segir Asadullah. Samtök um réttindi flóttamanna á Íslandi hafa sagt mál feðganna sýna fram á að sálrænni hjálp við börn á flótta sé verulega ábótavant. Þá sé óásættanlegt að vísa barni sem glímur við andlega kvilla úr landi.Asadullah segist dreyma um frið fyrir drengina sína. „Mig dreymir um að börnin fái menntun og eigi sér framtíð. Það er allt og sumt. Ef aðstæður í Grikklandi hefðu verið í lagi hefði ég aldrei lagt á okkur að koma alla leið hingað,“ segir Asadullah. Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Faðirinn segir að í Grikklandi bíði þeim ekkert nema gatan. „Í gær spurðu þeir stanslaust hvenær lögreglan kæmi. Þeir hafa kviðið mjög fyrir þessum degi en síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi,“ segir Asadullah Sarwary, afganskur hælisleitandi. Í gær stóð til að vísa honum og sonum hans Mahdi, sem er 10 ára og Ali, sem er 9 ára, aftur til Grikklands þar sem þeir höfðu fengið alþjóðlega vernd. Brottvísuninni var hins vegar frestað með tilvísun frá geðlækni eftir að eldri drengurinn byrjaði að kasta upp og var greindur með mikinn kvíða. Feðgarnir sóttu um vernd hér á landi síðasta haust eftir að hafa dvalið í tvö ár í Grikklandi. Asadullah segist ekki hafa haft kost á öðru en að sækja þar um vernd þar sem reglurnar kveði á um að sækja verði um hæli innan 20 daga. Annars hefði þeim verið vísað úr landi. Í Grikklandi hafi þeir búið í flóttamannabúðum og svo á götunni þar sem enga vinnu né húsnæði var að fá. „Strákarnir áttu þess ekki kost að fara í skóla í Grikklandi. Það er engin framtíð fyrir þá þar. Það er ekkert nema gatan sem bíður okkar,“ segir Asadullah. Feðgarnir hafa nú búið hér í ellefu mánuði og segja bræðurnir að þeim gangi vel í skólanum. Þá hafi þeir eignast góða vini. „Ég vil vera hér og fara í skólann,“ segir Madhi. Ali tekur undir með bróður sínum. Asadullah segir óbærilegt að horfa upp á strákana sína með svo mikinn kvíða. Þeir séu hræddir um hvað gerist verði þeir sendir til Grikklands. „Þeir muna eftir slæmum aðstæðum og segja sífellt að þeir vilji ekki fara. Þeir óttast Grikkland og það er óbærilegt að geta ekki lofað þeim öryggi,“ segir Asadullah. Samtök um réttindi flóttamanna á Íslandi hafa sagt mál feðganna sýna fram á að sálrænni hjálp við börn á flótta sé verulega ábótavant. Þá sé óásættanlegt að vísa barni sem glímur við andlega kvilla úr landi.Asadullah segist dreyma um frið fyrir drengina sína. „Mig dreymir um að börnin fái menntun og eigi sér framtíð. Það er allt og sumt. Ef aðstæður í Grikklandi hefðu verið í lagi hefði ég aldrei lagt á okkur að koma alla leið hingað,“ segir Asadullah.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17
Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33