Hipolito: Opinn fyrir því að þjálfa áfram á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2019 13:00 Pedro hefur lokið keppni í Eyjum. vísir/bára Pedro Hipolito var staddur á skrifstofu ÍBV í morgun að ná í dótið sitt er Vísir heyrði í honum hljóðið. Hann var rekinn sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær. Hann tók tíðindunum ágætlega. „Þetta kom mér aðeins á óvart. Við tókum fund eftir leikinn í gær og stjórnin tók sína ákvörðun sem ég sætti mig við. Ekkert mál. Svona er þetta stundum í fótboltanum,“ sagði Hipolito yfirvegaður en augljóslega svekktur enda ætlaði hann sér stærri hluti sem þjálfari ÍBV.Ég er ekki vonsvikinn Tapið gegn Stjörnunni á heimavelli í gær var hans síðasti leikur með liðið sem situr á botni Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig eftir tíu leiki. Liðið hefur aðeins unnið einn leik. „Þetta er mikilvægur tímapunktur hjá ÍBV því leikmannamarkaðurinn er að opna og það getur styrkt sig. Ég skil af hverju ÍBV fór þessa leið. Ég er ekki vonsvikinn. Svona er fótbolti. Ég samt vonsvikinn með gengi liðsins. Við gátum gert betur í mörgum leikjum.“ Þjálfarinn segir að það hafi verið ljóst í janúar að þetta yrði erfitt er aðalstjórn félagsins tjáði knattspyrnudeildinni að það mætti ekki semja við nýja leikmenn án þess að fá styrktaraðila til að greiða fyrir leikmanninn.Vestmannaeyjar er sérstakur staður „Það bjó auðvitað til vandræði. Við gátum ekki byggt upp eins sterkt lið og við vildum fyrir sumarið. Hópurinn er mjög þunnur og þegar menn meiðast þá eigum við bara unga og óreynda leikmenn. Það er vesen. Við reyndum að gera það sem við gátum en vantar alltaf 2-3 leikmenn. Vonandi nær ÍBV að finna lausnirnar og halda sér uppi. Vestmannaeyjar er sérstakur staður og ég óska liðinu alls hins besta.“ Hipolito þjálfaði hjá Fram áður en hann kom til Eyja. Honum hefur líkað vel á Íslandi og útilokar ekki að þjálfa áfram hér á landi. „Ég er opinn fyrir öllu. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég mun skoða allt sem kemur upp á borðið mjög vel,“ sagði Hipolito brattur.Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞann 3. júní síðastliðinn sagði Haraldur Bergvinsson, varaformaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍBV, að ekki kæmi til greina að reka Portúgalann en Vísir hafði þá heyrt að það stæði til. „Ertu eitthvað bilaður? Nei, við ætlum ekki að skipta um þjálfara. Það kemur ekki til greina. Hann er að gera mjög góða hluti og við vissum að þetta myndi koma hjá honum. Það er heldur engin lausn að losa sig alltaf við þjálfarann,“ sagði Haraldur við Vísi fyrir um mánuði síðan en nú hefur hann rekið þjálfarann. „Þegar það koma engin stig þá verður að gera eitthvað. Við verðum að reyna að breyta einhverju. Við höfum enn trú á Pedro en það verður að gera eitthvað,“ sagði Haraldur í morgun og segist samt enn vera á þeirri skoðun að það sé ekki alltaf rétt að reka þjálfarann. „Það er engin lausn. Við erum bara að reyna að gera eitthvað. Það hefur bara ekkert verið að ganga. Við erum bara með fimm stig eftir tíu umferðir og eitthvað verðum við að gera. Vonandi skilar þetta einhverju fyrir okkur. Pepsi Max-deild karla Vistaskipti Tengdar fréttir Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Portúgalinn hafði nóg að tala um eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. júní 2019 19:10 Pedro: Jólin eru í desember Pedro lá ekki svörunum í leikslok. 26. júní 2019 20:59 Hipolito hættur hjá ÍBV ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla. 30. júní 2019 23:46 ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður? Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna. 3. júní 2019 12:15 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pedro Hipolito var staddur á skrifstofu ÍBV í morgun að ná í dótið sitt er Vísir heyrði í honum hljóðið. Hann var rekinn sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær. Hann tók tíðindunum ágætlega. „Þetta kom mér aðeins á óvart. Við tókum fund eftir leikinn í gær og stjórnin tók sína ákvörðun sem ég sætti mig við. Ekkert mál. Svona er þetta stundum í fótboltanum,“ sagði Hipolito yfirvegaður en augljóslega svekktur enda ætlaði hann sér stærri hluti sem þjálfari ÍBV.Ég er ekki vonsvikinn Tapið gegn Stjörnunni á heimavelli í gær var hans síðasti leikur með liðið sem situr á botni Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig eftir tíu leiki. Liðið hefur aðeins unnið einn leik. „Þetta er mikilvægur tímapunktur hjá ÍBV því leikmannamarkaðurinn er að opna og það getur styrkt sig. Ég skil af hverju ÍBV fór þessa leið. Ég er ekki vonsvikinn. Svona er fótbolti. Ég samt vonsvikinn með gengi liðsins. Við gátum gert betur í mörgum leikjum.“ Þjálfarinn segir að það hafi verið ljóst í janúar að þetta yrði erfitt er aðalstjórn félagsins tjáði knattspyrnudeildinni að það mætti ekki semja við nýja leikmenn án þess að fá styrktaraðila til að greiða fyrir leikmanninn.Vestmannaeyjar er sérstakur staður „Það bjó auðvitað til vandræði. Við gátum ekki byggt upp eins sterkt lið og við vildum fyrir sumarið. Hópurinn er mjög þunnur og þegar menn meiðast þá eigum við bara unga og óreynda leikmenn. Það er vesen. Við reyndum að gera það sem við gátum en vantar alltaf 2-3 leikmenn. Vonandi nær ÍBV að finna lausnirnar og halda sér uppi. Vestmannaeyjar er sérstakur staður og ég óska liðinu alls hins besta.“ Hipolito þjálfaði hjá Fram áður en hann kom til Eyja. Honum hefur líkað vel á Íslandi og útilokar ekki að þjálfa áfram hér á landi. „Ég er opinn fyrir öllu. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég mun skoða allt sem kemur upp á borðið mjög vel,“ sagði Hipolito brattur.Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞann 3. júní síðastliðinn sagði Haraldur Bergvinsson, varaformaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍBV, að ekki kæmi til greina að reka Portúgalann en Vísir hafði þá heyrt að það stæði til. „Ertu eitthvað bilaður? Nei, við ætlum ekki að skipta um þjálfara. Það kemur ekki til greina. Hann er að gera mjög góða hluti og við vissum að þetta myndi koma hjá honum. Það er heldur engin lausn að losa sig alltaf við þjálfarann,“ sagði Haraldur við Vísi fyrir um mánuði síðan en nú hefur hann rekið þjálfarann. „Þegar það koma engin stig þá verður að gera eitthvað. Við verðum að reyna að breyta einhverju. Við höfum enn trú á Pedro en það verður að gera eitthvað,“ sagði Haraldur í morgun og segist samt enn vera á þeirri skoðun að það sé ekki alltaf rétt að reka þjálfarann. „Það er engin lausn. Við erum bara að reyna að gera eitthvað. Það hefur bara ekkert verið að ganga. Við erum bara með fimm stig eftir tíu umferðir og eitthvað verðum við að gera. Vonandi skilar þetta einhverju fyrir okkur.
Pepsi Max-deild karla Vistaskipti Tengdar fréttir Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Portúgalinn hafði nóg að tala um eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. júní 2019 19:10 Pedro: Jólin eru í desember Pedro lá ekki svörunum í leikslok. 26. júní 2019 20:59 Hipolito hættur hjá ÍBV ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla. 30. júní 2019 23:46 ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður? Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna. 3. júní 2019 12:15 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Portúgalinn hafði nóg að tala um eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. júní 2019 19:10
Hipolito hættur hjá ÍBV ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla. 30. júní 2019 23:46
ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður? Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna. 3. júní 2019 12:15