Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eggert Bene­dikt settur for­stjóri Haf­ró

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sett Eggert Benedikt Guðmundsson tímabundið í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar en núverandi forstjóri stofnunarinnar hefur óskað eftir leyfi út sinn skipunartíma sem er til marsloka næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna

Eldar Ástþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Faxaflóahafna en þangað fór hann frá CCP. Þar starfaði Eldar að kynningar- og markaðsmálum í yfir áratug og síðustu ár sem aðal vörumerkjastjóri. Hann hefur þar að auki leitt markaðs- og kynningarstörf hjá Iceland Airwavex, nýsköpunarfyrirtækinu Gogoyoko og Forlaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveir nýir stjórn­endur hjá Símanum

Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til starfa hjá Símanum. Hjörtur Þór Steindórsson tekur við starfi fjármálastjóra fyrirtækisins og þá hefur Sæunn Björk Þorkelsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í full­komnu starfi sem list­rænn skipulagspési

Nýr listrænn stjórnandi spunaleikhópsins Improv Ísland segir sig sjálfa vera eins konar listrænn skipulagspésa. Eftir að hafa fellt tár í fyrsta skipti sem hún prófaði spunaleik er hún mætt í listrænt teymi heils spunasamfélags.

Lífið
Fréttamynd

Hörður og Svala endur­vekja Macland

Hörður Ágústsson, stofnandi Macland, segir fyrirtækið komið aftur í sínar hendur þremur árum eftir að hann hætti öllum afskiptum af því. „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg. Í hvaða formi og hvenær er enn óljóst,“ segir hann jafnframt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guð­jón Ragnar skipaður skóla­meistari

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi.

Innlent