Jón Ingi nýr forstjóri PwC Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með áramótum. Í tilkynningu segir að Jón Ingi búi að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar. Viðskipti innlent 18.12.2025 14:35
Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Ragnar Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs. Ragnar hefur starfað á málefnasviði Viðskiptaráðs frá 2023 og tekur hann við stöðunni af Gunnari Úlfarssyni. Viðskipti innlent 18.12.2025 13:59
Gréta María óvænt hætt hjá Prís Gréta María Grétarsdóttir er hætt störfum sem framkvæmdastjóri Prís. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa. Viðskipti innlent 18.12.2025 13:30
Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Innlent 12. desember 2025 14:08
Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Tinna Harðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innesi og mun taka sæti í framkvæmdastjórn frá og með 1. janúar 2026. Viðskipti innlent 12. desember 2025 13:40
Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Fangelsismálastjóri í leyfi, háskólaprófessor og fjórir stjórnendur eru meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Sex umsóknir bárust um embættið en staðan var auglýst laus til umsóknar þann 25. nóvember síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 10 desember. Innlent 12. desember 2025 10:49
Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Klúbbur matreiðslumeistara ráðið Georg Arnar Halldórsson sem nýjan þjálfara íslenska kokkalandsliðsins. Hann tekur við starfinu af Snædísi Xyza Mae Ocampo sem lét nýverið af störfum. Viðskipti innlent 12. desember 2025 07:38
Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Helgi Valberg Jensson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, tekur við sem ritari þjóðaröryggisráðs um næstu mánaðarmót. Forsætisráðherra féllst á tillögu Þórunnar J. Hafstein, fráfarandi ritara, að hún láti af störfum. Innlent 11. desember 2025 15:12
Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hefur tekið við fullu starfi sem framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, tímabundið til eins árs. Með ráðningu Jóns Viðars er markmiðið að efla starf og skipulag almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri verður settur slökkviliðsstjóri á meðan. Innlent 10. desember 2025 10:36
Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Steinþór Gíslason hefur tekið við starfi sviðsstjóra Orku hjá EFLU af Birtu Kristínu Helgadóttur sem lét af störfum í haust. Viðskipti innlent 10. desember 2025 09:49
DiBiasio og Beaudry til Genis Genis hf. hefur ráðið Stephen DiBiasio til starfa og mun hann stýra alþjóðlegum rekstrar- og markaðsmálum félagsins. Þá hefur Michael Beaudry verið ráðinn til að leiða markaðssókn fæðubótarefnisins Benecta í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 10. desember 2025 08:49
Kristín og Birta ráðnar til Origo Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður markaðssviðs Origo og Kristín Gestsdóttir sem mannauðsstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9. desember 2025 14:52
Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir hættir sem samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ´78 um áramótin. Þorbjörg tilkynnir um vistaskiptin í Facebook-færslu í dag. Hún segir óvíst hvað taki við en hún sé afar þakklát að hafa fengið að sinna þessu hlutverki. Þorbjörg segir óvíst hvað taki við umfram áframhaldandi bæjarpólitík en hún hefur setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá því 2021. Innlent 9. desember 2025 14:50
Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Ómar Úlfur Eyþórsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Bylgjunnar og mun leiða áframhaldandi uppbyggingu dagskrárgerðar og þróunar stöðvarinnar. Lífið 9. desember 2025 14:44
Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, var kjörin formaður Tækni- og hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins (SI) á ársfundi ráðsins sem fram fór í síðustu viku. Nýir fulltrúar voru einnig skipaðir í ráðið á fundinum. Viðskipti innlent 8. desember 2025 11:01
Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Linda Jónsdóttir, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi, sem fyrirhugaður er 19. mars 2026. Viðskipti innlent 8. desember 2025 10:00
Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Stefán Örn Kristjánsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Borealis Data Center. Viðskipti innlent 8. desember 2025 08:39
Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Ocampo hefur látið af störfum sem þjálfari íslenska kokkalandsliðsins þar sem hún er komin í lið Íslands fyrir hina virtu keppni Boscuse d'Or. Viðskipti innlent 6. desember 2025 13:33
Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Katrín Aagestad Gunnarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna. Viðskipti innlent 4. desember 2025 08:48
Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV, lætur af störfum um áramótin. Hún hyggst snúa sér aftur að framleiðslustörfum og klára mastersritgerð. Viðskipti innlent 3. desember 2025 11:37
Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Hann leysir Kristján Vilhelmsson af hólmi, sem sinnti starfinu í 43 ár. Viðskipti innlent 2. desember 2025 16:31
Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Halldór Oddsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Hann leysir af Önnu Rut Kristjánsdóttur sem er í tímabundnu leyfi. Hann hefur undanfarin þrettán ár starfað sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Innlent 2. desember 2025 11:50
Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026. Innlent 2. desember 2025 10:17
Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Ketill Berg Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 2. desember 2025 07:29