Tylliástæður Davíð Stefánsson skrifar 1. júlí 2019 07:00 Við eigum framsýnum forystumönnum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda það að þakka að hér var byggt upp öflugt lífeyrissjóðakerfi. Í því fólst sú fyrirhyggja að hver kynslóð stæði undir eigin lífeyri með sparnaði en velti ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og þjóðir gera í ríkum mæli. Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar. Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt. Ágreiningur er um þróun á, að því er virðist, hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra lána til 3.700 sjóðfélaga. Engu skiptir að vextir sjóðsins verða áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Engu máli virðist skipta hverjir heildarhagsmunir 170.000 sjóðfélaga eru. Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins. Fjármálaeftirlitið kannar nú lögmæti aðgerða formannsins. Í hlutafélagalögum er bundið með skýrum hætti að stjórnarmenn skuli vera sjálfstæðir í stjórnarstörfum, þeir megi ekki ganga erinda utanaðkomandi og skuli gæta hagsmuna allra hluthafa. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum landsmanna er ætlað að standa undir framfærslu sjóðfélaga á efri árum í samræmi við þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér með iðgjöldum. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna er ætluð sú afdráttarlausa skylda að gæta þessara hagsmuna, engra annarra. Annað væri grundvallarbreyting. Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma. Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum framsýnum forystumönnum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda það að þakka að hér var byggt upp öflugt lífeyrissjóðakerfi. Í því fólst sú fyrirhyggja að hver kynslóð stæði undir eigin lífeyri með sparnaði en velti ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og þjóðir gera í ríkum mæli. Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar. Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt. Ágreiningur er um þróun á, að því er virðist, hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra lána til 3.700 sjóðfélaga. Engu skiptir að vextir sjóðsins verða áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Engu máli virðist skipta hverjir heildarhagsmunir 170.000 sjóðfélaga eru. Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins. Fjármálaeftirlitið kannar nú lögmæti aðgerða formannsins. Í hlutafélagalögum er bundið með skýrum hætti að stjórnarmenn skuli vera sjálfstæðir í stjórnarstörfum, þeir megi ekki ganga erinda utanaðkomandi og skuli gæta hagsmuna allra hluthafa. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum landsmanna er ætlað að standa undir framfærslu sjóðfélaga á efri árum í samræmi við þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér með iðgjöldum. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna er ætluð sú afdráttarlausa skylda að gæta þessara hagsmuna, engra annarra. Annað væri grundvallarbreyting. Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma. Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar